Ljósberinn


Ljósberinn - 14.03.1925, Síða 2

Ljósberinn - 14.03.1925, Síða 2
74 LJÓSBERINN orðum hans og verkum. Við fáum ekki í þessu lífi að sjá það, sem postularnir sáu á fjallinu. þeim var sérstaklega gefið það til þess að þeir skyldu trúa því, að hann væri hinn eingetni sonur föðursins. þeim var það gefið til þess að þeir skyldu trúa, að hann ætti að deyja og síðan að rísa upp frá dauðum og stofna með því Guðs ríki á jörðunni. En hinum postulunum og oss vinum Jesú eru gef- in orðin: „Hlýðið á hann“. þau eru skilyrðið fyrir því, að við fáum að vera með honum í eilífri dýrð. „Sælir eru þeir, sem heyra orð Guðs og varð- veita það“. „Jesús, eg vil vera jafnan barnið þitt, orð þín elska og læra, áform styrktu mitt“. -----0---- Varðveizla Guðs. Svertingi einn frá Vesturheimseyjum, Sambo að nafni, var um langan tíma trúr meðlimur í kristnum söfnuði. Faðir hans átti heima á Bahamaeyjunum, var líka trúrækinn, sagði við hann að skilnaði: „Sambo, ef þú hefir Jesúm Krist að frelsara þín- um og Guð Davíðs að þínum Guði, þá skaltu hugsa, þegar þú kemst í einhverja hættuna, til Daníels í ijónagryfjunni. Bið þú, eins og hann bað, þá mun Guð varðveita þig“. Sambo komst eftir það í margar hættur. Og aldrei

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.