Ljósberinn


Ljósberinn - 14.03.1925, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 14.03.1925, Blaðsíða 5
LJÓSBERINN 77 „Jæja“, sag'ði hann, „þá höldum við farangri þín- um eftir að veði fyrir skuldinni og þú verður að segja til nafns og heimilis“. þegar eg sagði til nafns míns og föður míns, þá brá matsveininum við. Iiann varð allur annar á svip- inn, rétti mér hönd sína og sagði um leið: „Móðir mín er ekkja, og fyrir nokkrum árum veitti faðir þinn henni mjög mikla hjálp. Mér kom ekki til hugar, að mér mundi nokkurntíma gefast færi á að endurgjalda honum það né börnum hans. En nú verð eg því fegnari en frá megi segja, að mér gefst tækifæri til þess“. Að svo mæltu fékk hann mér þá peninga, sem til þurfti að borga reikninginn. „Eg er þá ekki síður feginn“, sagði eg, og var sem þungum steini væri létt af hjarta mér. þegar heim kom, sagði eg föður mínum frá þessu. „Nú sérðu, drengur minn“, sagði faðir minn, „að það er gott að gera öðrum lítinn greiða og hitta svo sjálfan sig fyrir, eftir langan tíma. Sá litli greiði getur uppi verið mann fram af manni. Alt af er verið að rétta þeim næsta. Nú hefir matsveinninn rétt að þér greiðann, sem eg gerði móður hans fyrir mörgum árum. Gleymdu þessu nú aldrei, drengurinn minn. Ef þú hittir einhvern, sem er í vandræðum, þá er það skylda þín að rétta að honum þann greiða, sem matsveinn- inn gerði þér, til þess að hann geti alt af haldið áfram að berast mann frá manni“. Nú liðu mörg ár. Eg var fyrir löngu orðinn full-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.