Ljósberinn - 14.03.1925, Side 7
LJÖSBEIIINN
79
Það var eins og hann með því vildi taka þau orðin
upp aftur, sem hann sagði við mig:
„Eg skal aldrei gleyma því að rétta þeim næsta“.
það væri óskandi, að allir litlir drengir og litlar
stúlkui' vildu keppast á um það að rétta þeim næsta
allar þær vingjafir og ástgjafir, sem þeim eru gefn-
ar. þar á móti ættu þau aldrei að rétta þeim næsta
neina þá mótgerð, sem þau kunna að verða fyrir i
orði eða verki.
Ef þau vilja með sönnu heita böm Guðs, þá ættu
þau að minsta kosti að fara eins með mótgerðir ann-
ara og Guð fer með syndir þeirra, þegar þau koma
með þær til hans, eins og týndi sonurinn. Og hvað
gerir Guð þá, himneski faðirinn:
H a n n m i n n i s t þ e i r r a a 1 d r e i f r a m a r.
----o----
Sannleikurinn og Lýgin.
þau fóru einu sinni bæði að baða sig í sama vatni.
Meðan Sannleikurinn var niðri í vatninu, laumað-
ist Lygin upp á bakkann, fór í föt Sannleikans og
hljóp leiðar sinnar.
þegar Sannleikurinn kom upp úr baðinu og sá,
hvað Lygin hafði aðhafst, varð hann hryggur og'
mælti: „Æ, nú verð eg að ganga nakinn um heim-
inn, því eftirlátnar flýkur Lyginnar vil eg ekki nota“.
Og síðan hefir Sannleikurinn orðið að ganga nak-
inn, en Lygin jafnan skreytt sig búningi hans.