Ljósberinn


Ljósberinn - 13.11.1926, Síða 5

Ljósberinn - 13.11.1926, Síða 5
L JÓSBERINN S65 Eli fiúði inn í körfuna með krakkann æpandi og Páll kom fljótt til hennar og spurði: „Hvað er þetta, Eli, er það apaungi ?“ „Nei, nei, það er hann Ólafur litli. Það er hann bróðir minn“, æpti hún og hló og grét í -einu. En taka mátti hún á því sem hún hafði, til að halda hon- um föstum. Þá datt Páli alt í einu í hug, það sem Eli hafði sagt honum um bróður sinn, sem api hefði tekið, en hann átti bágt með að trúa, að þetta væri hann, og sagði: „Ertu nú alveg viss um að þetta sé hann; mér sýn- ist hann svo undarlega lítill og magur og til eru víst hvítir apar“. „Já, en eg þekki hann vel, sérðu ekki, að hárið á honum er gult og augun blá. En hann man ekki eftir mér, þess vegna hljóðar hann og vill slíta sig lausan. Ó, Páll, eg er svo glöð, svo glöð. Elsku litli bróðir minn, hversu rnikið sem þú klórar og grenjar. Eli réð sér ekki fyrir fögnuði og þrýsti honum fastar og fastar að barmi sér, þó að hann væri bæði búinn að klóra hana alla í framan og á höndunum. „Við verðum að binda hann, Eli, annars stekkur hann frá okkur og upp í trén aftur“, sagði Páll. „Já, bittu hann, eg skal halda honum á meðan. Ó, vesalingurinn, hann heldur að við séum að gera hon- um ilt. Elsku Óli minn, nú átt þú að koma með okkur heim til mömmu. Nei, Páll, hvað heldurðu rnarnma segi, þegar hún heimtir okkur bæði aftur í senn. Ó, það er næstum of fagnaðarríkt ti! þess að það geti verið raunverulegt“.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.