Ljósberinn


Ljósberinn - 13.11.1926, Síða 6

Ljósberinn - 13.11.1926, Síða 6
L J 0 S B E R 1 N N 366 Litli drengurinn var óttalega magur og mjór og ógurlega óhreinn; en vöðvarnir í handleggjunum og fótleggjunum voru eins og harðir tréprjónar. Hárið var sítt og hékk í þéttum gulum flókum og sneplum niður eftir andlitinu. Páll tók kokos-taup og vafði um fætur honum, svo að hann gæti ekki lengur sparkað. Svo fór hann úr treyjunni sinni og færði hann í og batt fyrir ermarnar að framan, til þess að hann gæti ekki klórað. Eli sat nú með hann í keltu sér, þó að hún væri í einu löðri af svita og áreynslunni við það að halda honum. Loks var hún orðin svo dauðþreytt, að hún varð að leggja hann á hlébarðaskinnið. Sat hún svo og horfði á hann svo hamingjuleg. Um kvöldið varð Páll sjálfur að annast steikina og sitja einn að mat sínurn niðri hjá Bambo. Það var ekki við það komandi, að Eli færi niður úr körf- unni. Páll færði henni nú kjöt á grænu blaði; tók hún sér þá fyrst nokkra munnbita, en sagði síðan, að hún væri svo glöð, að hún hefði enga matarlyst. Hún reyndi að fá Ólaf litla til að eta bjúgaldin, en hann æpti tryltur og beit hana í fingurna. Svona lét hann, þangað til fór að dimma.; þá kyrðist hann og tók Eli hann þá á arma, sér og af því að hann sá hana ekki, lét hann sér það vel líka og steinsofnaði. Daginn eftir æpti hann enn sem fyrri og vildi iivorki eta né drekka, en þriðja daginn var hann orðinn svo þrekaður, að hann gerði enga mótstöðu- Þá át hann bjúgaldin og lét sér vel líka, að Eli helti í hann litlu einu af kokos-mjólk. Upp frá því varð

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.