Ljósberinn - 13.11.1926, Síða 7
hann viðráðanlegri dag frá degi og át það, sem hon-
um var boðið.
Þau leystu einn daginn fætur hans og annan dag-
inn hendur hans. Þá gerði hann enga tilraun til að
stökkva burtu. Þvert á móti. Honum þótti gott að
sitja í keltu Eli og þiggja blíðuatlot hennar.
„Það er hægt að sjá, að apinn hefir verið góður
við hann, honum þykir vænt um að vel sé látið að
honum“, sagði Eli.
„Já, það var gott að við fundum hann, það var
erninum að þakka“, sagði Páll.
Einu sinni komu þau að fögru fíkjutré, sem spratt
upp úr skriðu í fjallsbrekku. Þegar Eli sá tréð, hróp-
aði hún upp yfir sig af fögnuði. Hún þekti það.
Þarna var það, að við pabbi skutum einu sinni villi-
svín“.
„Jæja, við erum þá víst bráðum komin heim
þangað, sem þú átt heima“, sagði Páll.
„Já, það er víst. Ó, Páll, er það ekki indælt. Ertu
ekki allshugar glaður?“
„Jú, þá fæ eg bráðum að koma til pabba‘, sagði
Páll og lá við að gráta af gleði, en honum fanst, að
drengur mætti ekki gráta og sízt ef stúlka væri
úærri. En heyra mátti þó grátstaf í kverkunum.
í þeirri sömu svipan stóðu þau bæði upp í körf-
Unni og horfðu fram á leið.
„Þarna er tréð með flughundunum', hrópaði Eli, er
tau fóru fram hjá stóru, laufsnauðu tré. Það var
fult af leðurblöðkum á stærð við ketti.
„Nú er ekki nema klukkutímaferð heim til mín. —