Ljósberinn


Ljósberinn - 30.12.1933, Side 1

Ljósberinn - 30.12.1933, Side 1
Hjálpræði Guðs. (Sunnudagaskólinn 31. des. 1933) sem friðinn kant oss veita, þig vegsami alt sem andað fær fyrir elsku þína heita. Lestu: Lúk. 2, 25.—35. Lærðu: Hin síðari dýrð þessa musteris mun meiri verða en hin fyrri var, og ég mun veita heill á þessum stað, segir Drottinn hersveitanna. — Haggai 2, 9. Kæru börn! Hver er hjálpræði Guðs, ljós heiðingj- anna og vegsemd ísraels? Þið vitið það — það er Jesús, barnavinurinn bezti. En hann er líka ástvinur gamla fólks- ins, það sjáið þið nú af sögunni um þau Símeon og Önnu Fanúelsdóttur. Já, hann er ástvinur manna á öllum aldri og ólík- ur öðrum ástvinum að því leyti, að hann getur aldrei brugðist þeim, sem treysta honum. Treystið honum, kæru ungu vinir, því að hann vill hjálpa og getur altaf hjálp- að og gefið dýrustu gjöfina, sem dýr- ust er og enginn annar getur gefið. En það er eilíft líf, eilíf sæla. Það geta mamma og pabbi ekki gefið, enginn nema Jesús. Þökkum Guði fyrir að hann gaf okkur hann að jólagjöf og syngjum af hjarta: Vor frelsari Jesús Kristur kær, sem komst oss sátta að leita, og föðursins dýrðar fylling skær, B. J. ---.-*<»£-,-. Yarðveizla Guðs. Kristniboði hafði starfað árlangt í nýju héraði. Svo var það einn dag, að hann fær fregn um að tvö ungmenni ætluðu að koma og hjálpa honum. Hlakk- aði hann þá. mjög til að fara niður til strandar og taka á móti þeim. Það voru nýgift hjón. En einmitt sama morguninn, komu menn til fundar við hann vopnaðir, fleygðu sér að fótum hans og sögðu: »Herra, kom þú þegar í stað með oss, höfðingi okkar vill fara að dýrka þinn Guð.« Kristniboðinn svaraði hryggur í bragði: »Ég get ekki komið í dag.« »Þú verður að koma,« svöruðu þeir, »vér þjónar þínir, höfum heyrt sagt frá til- beiðslunni, vér höfum lengi viljað fara til þín, en höfðinginn okkar hefir sinjað okkur þess. En í dag kallaði hann okk- ur á sinn fund og sagði: »Farið og sæk- ið hvíta kennarann; ég verð að fá að heyra sagt frá »tilbeiðslunni« í dag.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.