Ljósberinn - 30.12.1933, Side 4
392
LJÖSBERINN
Sacja eftir
Guukúnu Cátusdotiuc
v*4ui jyv,r^—
„^Ljostcrann*
Hanarnir voru búnir að gala góða
stund, þegar gesturinn í súðarherberg-
inu losaði svefninn. Ömurinn af hana-
galinu hafði borist inn í drauma henn-
ar, og endurvakið liðnar bernskustund-
ir, sem enn voru geymdar í hugskoti
hennar. Hana fór að dreyma litla
stúlku, sem hljóp tindilfætt um tún og
engjar og las fögur ilmandi blóm, sem
hún bar inn til mömmu sinnar og prýddi
með litlu stofuna hennar.
Þegar hún vaknaði til fulls, vissi hún
að.vísu að þetta var aðeins draumur,
en svo raunverulegur var hann, að hún
átti bágt með að útrýma honum úr með-
vitúnd sinni.
Hún reis upp í rúminu og leit út um
gluggann, fyrir aftan höfðalagið á rúm-
inu, sem hún svaf í.
Dýrð morgunsins blasti við hvarvetna.
Sólargeislarnir þerruðu tárin sem nótt-
in hafði felt, og vafði vermandi mund
sína um hauður og haf. Hressandi morg-
unblær blandaður sjávarseltu og fersk-
um viðarilmi úr reykháfum húsanna í
kring; barst beint inn um opinn glugg-
ann, og rak burt allra seinustu leifar
svefndrungans.
Hún fór að klæða sig. Ferðakjólnum
kom hún fyrir á fatasnögunum í horn-
inu, á bak við röndótta fatahengið, og
klæddi sig í svartan kjól með hvítan
silkikraga, sem fór einkar vel við dökt
hár hennar og hörund.
Hún fór sér hægt og virtist helst hafa
það í huga að snyrta búning sinn eft-
ir föngum og fegra útlit sitt sem bezt.
Spegilinn spurði hún til ráða, jafnt og
þétt, og er hún hafði fullnægt kröfum
hans, til hins ýtrasta, gekk hún ofan
í veitingastofu gistihússins.
Hún hélt á svörtu yfirhöfninni á hand-
leggnum, hatturinn sat á ská, yfir vinstri
vanganum, og féllu dökkjarpir lokkar
yfir hægra eyrað og huldi því nær háls
og herðar.
Nokkrir karlmenn sátu hjá borðinu
í matstofunni og spjölluðu saman. Þeir
þögnuðu er hún kom inn, léttstíg og
hljóð. Þeir litu hver á annan, og í aug-
um þeirra allra bjó sama spurningin:
Ilver er þessi kona?
Hún beygði höfuðið hæversklega og
bauð þeim góðan daginn og spurði því
næst: »Er það hér, sem menn matast?«
»Já, þetta er matstofan,« svöruðu pilt-
arnir. »Og ef þér viljið biðja um eitt-
hvað er ekki annað en að hringja bjöll-
unni þarna.«
»Ö, þakka yður fyrir!« sagði hún og'
brosti til þeirra.
Þórunn, gestgjafakonan kom að vörmu
spori, er hún hringdi, og var, að svo
miklu leyti sem unnt var, ennþá rjóðari,
brosleitari og breiðleitari en kveldinu
áður.
»Eruð þér virkilega komin á fætur
svona snemma!« sagði hún undrandi, —
»Gátuð þér ekki sofið? - Þér hafið
kannske vaknað við hanagalið? —- Því