Ljósberinn


Ljósberinn - 02.08.1930, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 02.08.1930, Blaðsíða 3
LJOSBERINN 235 ^rœfaurnir tfliv ($!uí»r«im ^árusöóiíur fgrir ^jáfistrann) Frh. — Nóttin leið og allra fyrsta morgun- skíman gægðist í gluggann. Frúin hrökk upp úr svefnmóki, sem hafði snöggvast hallað henni í faðm sinn og lofað henni að gleyma harmi og kviða eitt augna- blik. Hún glaðvaknaði og reis upp úr stólnum, sem hún hafði sofnað í. — — Bifreið rann heim að húsinu, fordyra- hurðinni var lokið upp og þunglamalegt fótatak heyrðist í stiganum, reikandi fætur leituðu sér að fótfestu, — — — pungu skrefin færðust nær og nær. — — Iljartað sló ákaft í brjósti hennar og kaldur hrollur gagntók hana, en vonleysis kviði fyllti huga hennar — hún hlustaði eigi að síður og heyrði nú glöggt, pegar gengið var inn í svefn- herbergi Axels og hurðinni skellt í lás. Svo varð allt hljótt. Þá herti hún upp hugann, sveipaði um sig sjali, opnaði hurðina hægt og laumaðist fram fyrir. Hún var einna líkust vofu, pegar hún læddist eftir ganginum að herbergisdyr- um Axels, og lagði eyrað að skráargat- inu. Tveir menn töluðu saman inni í her- berginu. Annar peirra var Axel. Hún pekkti rödd hans, pótt hún væri hás og málfærið óskýrt, hann var æstur og há- vær og heyrði hún pví glöggt hvert orð sem hann sagði: — »Pig varðar ekkert — um mig — heyrirðu pað — pig varð- ar hreint ekkert — ekkert um — pað —pú ert — ekkert annað en — gö — ö — tu strákur — — græni Jói — farðu — farðu bara til —«. Móðir hans stundi pungan og hörfaði frá hurðinni. Pað var henni ofraun að heyra til drengsins, og pótt henni væri ekki sérlega mikið um Jóa, pá fann hún sárt til hans vegna í petta skifti, pví pað var henni fullkomlega ljóst, að Jói hafði komið drengnum hennar til hjálpar, er hann var nauðuglega stadd- ur, og átti sízt af öllu smánaryrði skil- ið fyrir pað. Hún færði sig aftur að hurðinni. Hvað ætli Jói segi? Hún átti örðugra ineð að heyra til hans, hann talaði miklu lægra; en hann bar ört á og smáhækkaði röddína, þegar Axel greip fram í fyrir honum: »Yertu góður, Axel minn, og leyfðu mér að afklæða pig--------svona máttu ekki vera, pegar hún mamma pín kem- ur inn til pín, — henni verður svo bylt við — pú hefir bezt af pví að hátta og sofna. — — — En það var auðheyrt að Axel vildi ekki fallast á ráðleggingar Jóa. — — »Píg varðar bara — — ekkert um mig —« tautaði hann í sífellu, — »láttu mig — kyrran — ég fer út aftur — ég parf að — hefna mín — á strákunum — þeir börðu mig — peir stálu af mér — ég fer — ég fe — r«. »Pú ferð ekki eitt fet«, sagði Jói pá í ákveðnum róm. »Eða var ekki nóg komið, Axel? Hvað heldurðu að hann faðir pinn segði, ef hann sæi pig núna?« — »Faðir rninn! Pú átt ekkert rneð að nefna hann — hann er minn faðir — ekki pinn — heyrirðu — þig varðar ekkert um mig —!« »Vektu hana ekki möminu þína með þessum látum, Axel«, sagði Jói. »Hún ætti sem minnst að vita um þetta, — af hverju má ég ekkí hjálpa pér, Axel? Mig langar til þess að hjálpa þér«. — Svo varð pögn og frúin læddist burt

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.