Ljósberinn


Ljósberinn - 02.08.1930, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 02.08.1930, Blaðsíða 7
LJÖSB3RINN 239 »Yðar hátign! Hann er ekki hafandi í súpu; ineistarinn verður að sækja eitt- hvert annað kjöt í súpu og betra«. »Hvað eigum við þá að gera með hann hér?« spurði kóngsi. »Eigum við kann- ske að saxa hann og hafa hann í kjöt- snúða? Pá fór Kristján að háskæla og hrópaði: »Ég ætla heim til mömmu minn- ar og vil ekki vera hér — ég vil fara heim!« (Nl. næst.). Hafið pið, ungu lesendur, veitt vatns- dropanum sérstakt athygli og íhugað, hve hlutverk hans eru margbreytt og mikilsvert. Við skulum nú taka okkur fyrir hend- ur að virða vatnsdropann fyrir okkur, og tíl þess að geta gert pað í næði, skuluð pið taka lítið glas, hella á pað vatni, láta svo 1 dropa drjúpa úr pví ofan í teskeiðarblað, í hreina skál eða á glerplötu, síðan skuluð pið setja ykk- ur niður með litla vatnsdropann fyrir framan ykkur. Hið fyrsta, sem líklega kemur í huga ykkar verður petta: Iivað pú ert lítill, en ég stór — en um leið munuð pið lesa út úr vatnsdropanum litla, pessa spurningu: Getur pú sagt helztu drætt- ina af lífstarfi mínu. Pessi fáorða spurn- ing, gefur ykkur nægt umhugsunarefni meðan pið sitjið yfir litla vatnsdropan- um. Fyrsta fljótræðissvarið verður ef til víll petta: Hvað ætli pú getir, ég gæti purkað pig á svipstundu út með fingri mínum. Að vísu getur pú pað, en ekki eyðilagt mig. — Ekki eyðilagt [iig? Ég gæti purkað pig svo út, að enginn sæi pig framar. — Petta er mesti misskiln- ingur hjá pér, pú aðeins flýttir fyrir upprisu minni með pessu. Hlustaðu nú áfcmig. Pegar ég á sólbjörtum sumar- morgni sit á einu strái jarðar og eng- inn fingur skerðir stærð mína, kemur geisli morgutisólarinnar til mín með upp- risuboðskapinn. Eg svíf í hæðir eftir að hafa svalað litla stráinu og verð samstundis meðlimur í bræðrafélagi ský- anna og kem svo himinhreinn til jarð- arinnar aftur. Bræðralagslögmálið er próttur minn! Um pað getur pú sann- færst, er pú sér skipin við hafnarbakk- ana. Hvað heldur pú að margir vatns- dropar eigi pátt í að lyfta peim. Þér mundi ekki endast æfin til að telja pá. Eða hefir pú tök á að telja dropana, sem búa hlið við hlið í brimöldunni, sem brýtur klettana. En við getum ekki unnið einir. Yenjulegast er pað, pegar við rísum upp, drögum við okkur sam- an í hóp, sem pið kallið ský, og fyrsta verkið sem við vinnum pá, er líknar- starf, — jórðina pyrstir — og jurtirnar skrælna, pá förum við einn og einn, til pess að gera jurtunum ekki of mikinn usla, við gefum peim og jörðinni sem pær vaxa frá, að drekka, og pá segið pið að komin sé rigning. Ungmennið situr yfir vatnsdropanum og les að lyktum í tilveru hans petta: Pú hyggur, ef til vill, að tilvera pín sé lítilsverð og ekki líkleg til að verða afkastarík, en taktu nú enn eitt brot úr æfisögu minni til íhugunar:

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.