Ljósberinn


Ljósberinn - 02.08.1930, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 02.08.1930, Blaðsíða 4
236 LJOSBERINN frá hurðinnl inn í svefnherbergi silt. — Að vissu ieyti var henni léttara í skapi. Drengurinn var pó kominn heim, og úr pví sem gera var, mátti hún lík- lega verða pví fegin að pað var Jói, en ekki einhver annar, sem hafði komið honum heim. Orðin hans hljómuðu fyrir eyrum hennar: — »Mig langar til pess að hjálpa pór, Axel«. — Pau voru svo blátt áfram og einlægnisleg, full af um- önnun og ástúð, pau hlutu að eiga sér djópar rætur — mig langar til pess að hjálpa pér! Vissulega var pað fallega sagt, og röddin, sem hafði borið orðin fram, bar vott um að Jóa var alvara, — hann langaði til pess að hjálpa Axel. Frúin liorfði hugsandi í gaupnir sér, svo seildist hún ofan í hólf í dragkist- unni sinni og tók sendibréf, sem bar pess auðsæjan vott, að paö hefði oft verið lesið. Hún tók pað úr umslaginu og íletti pví í sundur, en ofurlítið and- varp fylti pögnina umhverfis hana. Hún las bréfið, pó hún kynni pað svo að segja utan að, pví oft hafði hún lesið pað, síðan hún fann pað af tilviljun á gólíinu í skrifstofu mannsins hennar. Sára gremju vakti pað pá og afbrýðis- semi hennar, sem bitnaði fyrst og fremst á Jóa, hún skelti skuldinni á hann; henni var svölun í pví að hefna sín á honurn með óvingjarnlegum orðum og kuldalegu viðmóti; henni pótti vænt um, er hún varð pess vör, að maðurinn hennar tók sér pað nærri, og hún pótt- ist hafa bæði hefnd og sigur í hendi sinni alt að pessu, — en nú varð hún alt í einu svo ósegjanlega smávaxin andspænis dómsfóli samvisku sinnar, sem sagði henni vægðarlaust að hefndin, sem hún hugðist eiga yfir að ráða, snerist gegn sjálfri henni, og sigurinn gengi henni alveg úr greipum. Ilenni varð pað Ijóst, pegar hún stóð við herbergis- dyr sonar síns og heyrði ráma rödd hans rjúfa pögn næturinnar. Hafði móðurástin, sem hún bar til barnsins síns, látið á sér bæra og bent henni á, að pað er kærleikurinn einn, sein einatt ber sigur úr býtum? Hógværðar- orðin og milda röddin hans Jóa höfðu staðfest pann vitnisburð. Hún lagði brefið ofan í hólfiö. — »Veslings stúlkan!« mælti hún lágt, með tárin í auguuum. »Ég ættí ekki að fót- mntroða minniegu pína og pví síður skella skuldinni á drenginn pinn. — — En allra sízt ætti ég að særa bezta vin- inn, sem ég á!« — — Stundarkorn leið. Hún sat hljóð með hönd undir kinn. Næturhúmið vék fyrir nýjum degi. Frh. Sumarkvöld. 1 sólskinsblett ég settist, pví sál mín práði frið, og hvíldi við pað hugann, að hlusta á fuglaklið. Sá fuglakliður fyllti meö friði huga minn, pá fór hvert blóm að brosa, og blána himininn. Pá var frá heiðmn himni, sem hvíslað væri að mér: «Ó, týn ei fundnum friði, pinn friður Drottinn er«. B. J. -------------

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.