Ljósberinn


Ljósberinn - 02.08.1930, Side 5

Ljósberinn - 02.08.1930, Side 5
LJOSBERINN 237 Tröllamatur. Æfintýri efíir Kitte Pies. Kristján hafði pann ljóta vana, að éta yfir sig, jinkum ef honum þótti matur- inn ijúffengur. Pað dugði ekkert, þó að mamma hans segði honum, að sá, sem æti yfir sig, yrði tröllum að bráð. — tröllamatur. Einu sinni sem oftar hafði Kristján etið of mikið, leið honum þá illa á eftir og settist í stóra hægindastólinn hans pabba síns. Pá var hurðinni hrundið upp; gekk þá inn maður í hvítum klæð- um með hvíta pjónshettu og hélt á stór- eflis trésleif í hendinni. »Eg er matreiðslumeistari hjá kon- ungi tröllanna. Nú á ég að matreiða kjötsúpu handa honum. Pú hefir étið af kappi, Kristján, og ert digur og feitur. Nú ætla ég að sjóða súpu af þér«. Krist- ján einblíndi lafhræddur á mann þennan, en maðurinn hafði engar sveiflur á því, heldur þreif í liann og fór með hann út á götuna. »Jæja, nú ökum við af staö«, sagði meistarinn og setti Kristján upp í hvítan vagn. Engir liestar voru fyrir vagninum og ekki var það heldur bíll, en áfram þaut hann með ógurlegum hraða. Pegar langt kom út fyrir borgina, óku þeir inn í stóran skóg og komu að geysi- stórum höfða eða hamraborg. Meistarinn þreif annari hendi uin Kristján miðjan og þeytti honum gegnum hamrahliðið og niður í eitthvert myrkraskot, og þar var vellandi hiti. Á miðju gólfi stóð arinn mikill, og skíðlogaði á honum undir feiknastórum potti. Kringum pottinn stóð urmull af vansköpuðum og lágvöxnum vættum; hafði hver þeirra beitta borð- kvísl í hendi. Og er tröllamor þetta sá Kristján, þá þusti það alt að og stakk

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.