Ljósberinn - 01.04.1936, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.04.1936, Blaðsíða 8
78 LJÖSBERINN en þetta horn. Pað er fult af undursam- lega góðum dropum, sem heita: Þolin- mæðisdropar. Þegar þú verður þreytt- ur og örmagna af vonleysi, þá skaltu dreypa á þessum dropum, og það mun líða frá.« Jón þakkaði henni fyrir ráðlegging- una og meðulin og fór. Þegar hann kom heim, voru, foreldrar hans háttaðir, þau voru því alvön, að hann væri að reika úti fram á nótt Þá nótt svaf hann ekk- ert, því honum leið svo illa, hann vai svo óham i ng j u samur, fanr; einhvern nístandi óróleik inni í sjálfuro sér. Orð hins deyjandi fugls hljómuðu stöðngt fyrir eyrum hans. Hvar skyldi hann geta fengið frið? Honum fanst hann ekki geta verið lengur heima. Svarti skugg- inn, óþ’ægilegi, fylgdi honum alstaðar eftir. Snemma næsta morgun fór h,ann á fætur, lét nokkurn mat niðu.r í malpoka, og kvaðst ætla að fara að ferðast dálítio. Kvaddi því næst foreldra sína og hélt af stað með malpokann um öxl. Eins og aðrir óróleg’ir menn venjulega gera leitaði ha,nn á fund prestsins síns og spurði: »Hvað á ég að gera til þess að verða hamingjusamur?« Presturinn svaraði eins og við var að búast: »Hefir þú gleymt barnalærdóm- inum þínum? Þú verður að lesa Guðs orð með kostgæfni og þá muntu finna hamingjuna.« Já, barnalærdómnum hafði Jón víst alveg gleymt, enda aldrei verið sérleg-a sterkur í honum. Hann náði sér því bæði í kver og biblíusögur, las í þeim kvelct og morgna unz hann kunni það alt ut- anbókar. »Nú ert þú víst orðinn hamingjusam- ur,« sagði presturinn, »að minsta kosti þekkir þú nú leiðina, til hamingjunnar.« En Jóm sagðist ekki finna. til neinnar hiamingju, hið innra með sjálfum sér. »Þá þekki ég ekkert ráð,« sagði prest- U)rinn. Því næst fór Jón litli til læknisins. Það gera allir sem eitthvað amar að. »Hvað gengur að þér?« spurði lækn- irinn. »Ég er svo óánægður,« svaraði dreng- urinn. »Nú, já, slæm melting, maginn í ó- lagi,« sagði læknirinn. »Alt ilt kemur frá maganum.« Nei, Jón kvað sér ekkert vera ilt í roaganum. »Svo,« sagði læknirinn, »þá er það bara einhver slappleiki í vöðvu.num, og útlit þitt bendir líka til þess. Þú ska.lt bar fara í erfiðisvinnu og þá verður þú góður.« Erfiðisvinna var nú alls ekki að skapi Jóns.. »En ef það gæti hjálpað, þá skyldi hann sannarlega ekki hlífa sér,« hugs- aði hann. Nú fékk hann atvinnu hjá járnsmið og vann og vann, notaði sleggjuna frá morgni til kvölds. En þrátt fyrir alt erfiði og þreytu varð hann ekkert ánægðari. Þá fór hann til auðugasta mannsins í landinu; það var kaupmaður, sem átti fullan kjallara af peningum. »Hvað er þér á höndum?« spurði hann. »Ég vildi bara vita, hvort þú gætir gefið mér ráð, til þess að ég gæti orðid hamingjusarour,« sagði Jón. »Jú, það get ég auðveld.lega. Fyrst af öllu ríður á að afla sér nógra peninga. Auðæfin eru grundvöllurinn undir allri hamingju, í heiminum.« »En hvernig get ég, fátækur dreng- ur, orðið ríkur?« spurði Jón. »Þú verður að bera þig að eins og' ég gerði, byrja smátt og vinna þig áfram,« sagði auðmaðurinn. Jón keypti nú eins og hann gat borið af allskonar smávöru, ferðaðist um allar

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.