Ljósberinn - 01.04.1936, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.04.1936, Blaðsíða 9
LJOSBERINN 79 sveitir og seldi vöru sína, Ha.nn verzlaði mikið'’ og aflaði sér naikils fjár, En Hversu mikið sem hann græddi, fann hann ekki til neinnar gleði við það; [>ví bæ frá bæ, yfir fjöll og dali fylgdi skugginn svarti honum stöðugt eftir. »Ef ég færi til Ameríku,<< hugsaði hann, »þá g;æti ég máske iosnað við þenna leiðinlega förunaut, og vel má vera, að ég geti orðið stórríkuf [>ar á skömmum tíma.« Hann keypti sér þegar í .stað farmiða til Ameríku ogsigldi yfir hafið. Er þang- að var komið hélt hann tafarlanst norð- ur til gullland,sins til þess að grafa gull. Það var nú þrældómur, sem gekk næiri h'fi og heilsu. Á daginn gróf hann svo að svitinn rann af honum, en á nóttunni svaf hann í köldum skúr. Lífið þar var hættulegt, því landið var fullt af ræn- Ulgjum, svo gullpokann varð hann að hafa undir höfðinu á nóttunni og sofa n>eð' hlaðna marghileypu í hendinni. En heppnin fylgdi honum, svo það leið ekki á löngu þangað til hann var búinn að fylla pokann sinn af þessum dýrmæta niálmi. Hann seldi gullið, og var nú orð- inn vellauðugur m,aður. Fátæki bónda- drengurinn var nú orðinn miljónamær ingur og hét nú ekki framar Jón Jóns- son, heldur Mr. Johnson. Hann keypti sér nú stóra höll og hafði alt, sem hann gat óskað sér: bifreiðar, ágæta reiðhesta, þjóna í einkennisbúningi og yfirleitt öll þægindi. Hann hélt miklar veizlur fyrir hina tignu. vini sína eða kunningja. Hvers gat hinn fátæki drengur^ óskað sér framar? En samt sem áður var hann ekki hamingjusamur í allri þessari dýrð, því að skugginn svai'ti h.afði fylgt honum yfir hafið. Nú skildi hann, að það, að vera ríkui-, er ekki það sama og vera hamingjusamur. Hann seldi því höll ,sína og eignir og heypti sér fínt og fallegt .skip í þess stað. Iíann flutti alla peninga sína um borð, því nú ætlaði hann að sigla umhverfis jörðjna og skoða a.lt það fegursta, sem til er. IJa.nn ferðaðist frá einu landi til annars, heimsótti hjpar fegurstu borgir og skoðaði öll hin dásamlegu héruð ver- aldar. Sannarlega var þetta fagurt og tign- arlegt, en gleði færði það honum enga. Skugginn - - skugginn! Alstaðar dró hann úr fegurðinni og eins og eyddi allri gleðinni af að sjá jafn vel hina dýrmætustu hluti, Nú ákvað hann, að leita, á fund hins voldugastá konungs jarðarinnar og ^pyrja hann ráða. IJann kom til hallar hans og barði að dyrum. »IJver er þa7'?« spurði konungurinn byrstur. »Miljónamæringu.rinn Mr. Johnson.« »Hvers óskar þú?« »Mig langar til að spyrja konunginn um dálítið.« »Komdu ]>á inn og segðu hvað það er,« »Hvað. ólítur konungurinn að sé mesta hamingja í heiminum?« »Það skal ég segja þér, það er að vera. einvaklskonungur yfir mörgum þegnum.« »Svo,« andvarpaði Mí'. Johnson, »þá hamingju get ég ekki eignast. Það er nokkuð, sem ekki er hægt að kau.pa fyr- ir peninga.« »Jú, víst getur þú það. Farðu bara ti! Afríku og vertu þar konungur einhvers voldugs negrakynflokks.« »Viltra, svartra negra?« »Já, það stendur á sama hverjum maður ræður yfir, bara að það séu lif- andi manneskjur,« svaraði konungur- inn. iMi'. Johnson sigldi þegar í stað á skemtiskipi sínu. til Aíríku, Þar frétti hann, að stórt negraríki væri langt inn

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.