Ljósberinn - 01.04.1936, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 01.04.1936, Blaðsíða 15
LJÖSBÉRINN 85 Auðæfi sín gaf hann fátækum, og til þess að geta lifað í álgerðri einveru, fór hann til lítillar eyðieyju langt út í hinu tthkla Kyrrahafi. Eyjan var frjósöm og veitti horuim alt, sem hann þurfti til lífsframfæris síns. Af blöðum trjánna bjó hann sér til föt, sem nægðu hpnum í hinu milda Lftslagi. Greinar trjánna voru alsettar ávöxtum og við ströndina var srnægo fiska og' annara ætilegra sædýra. Á milli ^áltíða baðaði han.n sig í sjónum eða hvfldist í skug'ga pálmaviðarins. Pað var áhyggjulaust líf með öllu, sem hann lifðí hér. Enginn maður var hér til þess að ergja hann, eng'inn og' ekkert, sem gerði honum neitt mein. Hér var einvera og friður; en þó var hann ekki einn og sæl- hna öðlaðist hann ekki, því »skugginn svarti« var hjá honum og ónáðaði hann dag og nótt; það var eitthvað innst í sálu hans, sem nagaði þar svo, að J>a<) sveið undan. Hag nokkurn kom hann auga á segl- skip skamt frá eyjunni. Hann veit'aði til skipsins og' urðu skipverjar hans þá varir. Bátur var sendur í land til þess að sækja hann..Petta var ítalskt skip, og aieð því komst hann aftur til Evrópu. Hann steig' á land á austurströnd Italíu. Nú var hann svo fátækur, að hann átti naumast föt til að fara í. Ak hafði hann gefið og engu haldið eftir fyrir sjálfan sig, nema horninu meo Undradropunum frá Bertu gömlu.. Nú koniu þeir að góðu liði. Þegar hann vafð örmagna af þreytu og vonleysi dreypti hann á þeim, og þreytan hvarf, honum fanst hann verða mörgum árum yngri. Vikum saman gekk hann da.g eftir dag-, eins og flakkari, norður eftir ítalíu og áfram yfir Aust.urríki og Pýzkaland °g alt til Danmerkur. Á nóttinni varo hann að leggjast fyrir undir runnum ftteð malpoka sinn undir höfðinu, til þess að geta sofið; eða ef vel lct, og kalt var í veðri, fékk hann, að sofa í fjósum eða hesthúsum bændanna* Frá Danmörku komst hann á skipi, sem kolamokari til Islands. Enn hélt hann, gangandj af stað og um kvöldið kom hann að bóndabæ ekki allstórum, en fögrum og vel hirtum. Petta var fagurt vorkvöld. Gömlu hjón- in voru að setja kartöflurnar niður í garðinn sinn. Hann spurði, hvort hann gæti fengio gistingu, og- var það velkomið. 'Um kvöldið ræddust þeir margt við Jón og bóndinn. »Ég hefi farið umhverfis jörðina og leitað hamingjunnar,« sagði ferðamaður- inn. »Eg hefi spurt presta, lækna, auð- menn, konunga og vitringa um það, hvar hana, væri að finna. Ég hefi ferðast um öll lönd, revnt ýmislegt, eitt í öðru landi, annað í hinu, en hvergi fundið haria. Nú langar mig til þess að heyra álit þitt.« »Eg hefi ekki lært mikið,« sagði bóndi, »né heldur ferðast víða, En ég er samt glaður og ánægður með það lítið, sem ég á, og ef þig langar til þess að heyi'a hvao hefir gert mig hamingjusaman, þá er velkomið að ég segi þér frá þvi. Pað er það, að ég hefi unnið á þeim stað, þar sem ég er fæddur, við að rækta jöro feðra minna, með öðrum orðum, ég hefi reynt að heiðra föður minn og móð- ur mína. Til þess að finna hamingjuna, þýðir ekki að leita til framandi landa. Ham- ingjunnar verður hver og einn að leita í sínu eigin hjarta og verður því að fara vel með það. T hjartanu býr samvizkan og- sé hún g'óð er maðurinn hamingju- sa,mu,r.« Pannig mælti gamli bóndinn, en Jón hlýddi undrandi L Petta lá svo beint við og var svo auðskilið, en j)ó var Jóni

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.