Nýtt kirkjublað - 17.12.1906, Page 2

Nýtt kirkjublað - 17.12.1906, Page 2
266 NÝTT KlKEJtrBLAÍ). það í kristilegum kærleika og göfgist við að vinna samhuga að jafngóðu málefni. Með þeim orðum mælum vér hið allra bezta með heilsu- hælinu. Vér vitum að prestarnir íslenzku bregðast eigi sínu fornreynda sæmdarorði, og verða beztu forgöngumenn og styðj- endur þessarar félagsbótar. w Aqccti hins kristileqa lífe. Fyrirlestur, sem Thv. Ivlaveness flutti á stúdentafundinum í Finnlandi. (Niðurl.) Loks er það að nefna hvílíka festu guðs óverðskuldaða náð veitir oss gagnvart sjálfu lífinu. Ekkert hefir jafn-greinilega sannfært mig unr annmark- ana á kristindómi vorra tíma sem það, að hann býr mönn- um fremur lífsþreytu en lífsgleði. Eða er þvi ekki svo farið? Einkenni alls þorrans þeirra andlegu söngva, sem nrönn- um er ljúfast að syngja, er óskin að losast sem allra fyrst úr þessum heimi, til þess að geta notið sælla og betra lífs á himnum. Þessu samsvarar þá líka andinn, sem drotnandi er innan ílestra kristilegra mannflokka og sá „tónn“ sem þar ber mest á. Hér ber yfirleitt lítið á gleðinni yfir störfum lífins, lítið á eldmóði yfir því sem hreyfir sér í tímanum. Miklu fremur er á alt slikt litið með tortryggni. Alstaðar hafa menn veður af vantrú og óguðleika. Það er blátt á- fram orðið sem faraldur meðal margra presta og innan margra kristilegra mannflokka, að vera sífelt að stagast á þvi og kvarta yfir því hve „tímarnir séu vondir“ og að lýsa spillingu þeirra með sem dökkustum litum og að framsetja spádóma um það, hve öldungis óþolandi þeir tímar verði, sem í hönd fari. Þvi er fortakslaust haldið fram, að heimur- inn fari siversnandi. Og því er þá einnig fortakslaust haldið fram, að afdrif mannanna verði hin aumlegustu. Reyndar hættir oss prestum við í líkræðum vorum, að gera ráð fyrir því

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.