Nýtt kirkjublað - 17.12.1906, Side 3

Nýtt kirkjublað - 17.12.1906, Side 3
NÝTT KIRKJUBLAÐ. 2G7 um flesta, að þeir verði sáluhólpnir, og tali maður við krist- ið fólk um látna ástvini þeirra, þá vona jafnvel svartsýnir píetistar nálega ávalt, að ástvinir þeirra séu hólpnir orðnir, enda þótt ílestum öðrum sé því sem næst ómögulegt að upp- götva það, er þeir geti bygt á slíkar vonir. En hvað um það, — það er orðið að trúarsetningu í huga þessara manna, — trúarsetning, sem ekki þykir þurfa neinna sannana, — að það sé aðeins lítill hópur manna, sem hólpinn verði; allur þorrinn eigi glötun vísa. Það er í mesta lagi eftirlektarvert að annars vegar er djúp staðfest milli pietismans og hinnar fríhyggjulegu fagurfræðis- stefnu vorra tíma, en hins vegar leiða báðar þessar stefnur að sama takmarkinu: Þær enda báðar í svartsýni. Báðar komast þær að lokum að sömu niðurstöðunni, að heimurinn sé svo óbetranlega vondur, að hann eigi sér enga viðreisnar- von, og menn fyllast svo leiðu á lífinu. Það er sannarlega tími til þess kominn að kristnir menn taki að átta sig á því, hvað þeim erframboðið í fagnaðarerind- inu um guðs óverðskulduðu náð í Kristi. Vér verðum að gjöra oss það ljóst, að almáttugur guð á himnum elskar oss sem börn sin, ekki vegna ástúðar vorrar né vegna aftur- hvarfs vors né vegna andlegleika vors, heldur að eins og einvörðungu af því að vér erum manneskjur, sem Kristur er dáinn fyrir. Lítum svo í kringum oss, rennum augunum út yfir tímana og þjóðirnar. Hvað sjáuin vér? Otölulegan manngrúa, sem er gefin hlutdeild í þessum sama kærleika. Er hann áhrifalaus þessi kærleikur? Er hann orkulaus og Jiróttlaus? Er Satan honum yfirsterkari? Það hlýtur víst að vera svo, úr því að þessi heimur, sem guð hefir skapað og endurleyst er, sífelt að verða verri og verri, þrátt fyrir kærleika guðs, svo að allur þorri manna að síðustu hreppir ei- lífa glötun! Eg geri mér nú talsvert hærri hugmyndir um kærleika guðs. Það er trú mín, að þessi kærleikur guðs, sem frelsað hefir rnína aumu sál, sé máttugri en öll maktarvöld helvítis. Eg veit, að gátan ægilega, sem vér nefnum eilífa glötum, grúfir yfir oss mönnunum sem óttalegur möguleiki. Og þeir eru því miður til einhverjir, sem álíta verður um, að eigi fyrir höndum að sjá þennan möguleika verða að sannveru-

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.