Nýtt kirkjublað - 17.12.1906, Side 5

Nýtt kirkjublað - 17.12.1906, Side 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ. ‘/69 ekki síður en mér. Og ])iingvœgi þessa fyrir lif okkar er mikið. Þótt þú ef til vill eigir ekki fyrir hendi að ná lengra en að verða skurðgraftarmaður eða þvottakona, }>á gjörðu þér alt far um, að verða þér þess meðvitandi, að þú sért guðs barn; lifðu og starfaðu með þessari meðvitund og mun þá líf þitt fá sinn ákveðna þátt í framþróun guðs ríkis á jörð- unni. Þú verður þá steinn í liina mildu musterisbyggingu, sem Kristur er að gjöra hér á jörðu föður sínum til dýrðar. Þú leggur þinn skerf til dýrðlegrar eílingar ríkis lians. Því er það sífelt svo yndislegt að lifa og starfa og strila. Lofaður sé guð fyrir lífið. Og allra siðast verð ég að nefna — og að eins að nefna — hvílíka djörfung hin óverðskuldaða náð veitir oss i dauð- anutih. Um það atriði þarf sízt að fjölyrða. Sá sem lært hefir að lifa eins og guðs barn, hann hefir einnig lært að deyja, þegar kallið kemur. Vér getum verið þess fullvissir, að hafi hann ekki gleymt barninu sinu í lifinu, þá gleymir hann því ekki heldur í dauðanum. Mikil ánægja hefir mér verið að því að fá tækifæri til að bera ágæti hins kristilega lifs vitni hér í þessum hóp norræns æskulýðs. Mér er ávalt ónægja að vitna um það, en þó einkum fyrir æskulýðnum. Mínar ljúfustu vonir eru tengdar við æskulýð Norðurlanda, því að það er hann sem á að vinna að fullkomnun hins kristilega lifs, gjöra það auðugra og eftirsóknarverðara en þeirri kynslóð hefir tekist að gjöra það, sem ég til heyri. Sízt er þó fyrir það að synja, að ég er af hjarta þakk- látur þeim mönnum, sem fyr. tir flutlu mér evangelíum Jesú Krists. Guð gleðji sálir þeirra í ríki sínu. En mér dylst ekki, að það var þröngur kristindómur, rígbundinn formum og formálum, sem alls ekki mátti víkja frá i neinu. Það var einlægur og alvarlegur guðsótti að \i u, en fyrir eðlilegan vöxt trúarh'fsins var þár girt. Eg þakka guði fyrir, að hann gaf mér að slíta þessi bönd af mér, þótt ekki væri fyr en á efri árum, Það hefir gefið mér í elli minni æsku mína aft- ur. Þó ekki svo, að þar sjái ekki menjar þeirra áhrifa, sem ég varð fyrir í æsku. Hvorki ég né nokkur annar, sem er

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.