Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Síða 6

Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Síða 6
2 NÝTT KffiKjUBLAÍ). verður hún oft aS sæta betra færis, þegar hljóðar er umhverfis oss, þegar högg hennar heyrast betur. Fyrir ]»ví drepur hún engu síður á dyr, þegar sorg og uiæða fyllir hrjóst vor. Þá eru sumir menn miklu móttækilegri fyrir náðarboðskap guðs. Þá er sjálfsdrambið minna og auðmýktin meiri. Og guðs náð kemst hvergi að, þar sem stærilætið situr að völdum í manns- hjartanu. Ekki vitum vér neitt um það, hvað hinn ókomni tími muni færa oss, sá tími, sem nú drepur á dyr. Ef til vill sorg, ef til vill gleði — rná vera, og að Iíkindum, bæði sorg og gleði. En eitt er vist, hann veitir oss færi á þvi að taka á móti guðs náð ef vér bara viljum. Náð guðs vill þér í raun og veru bara eitt: gjöra úr þér góðan mann; það er í raun og veru eina takmarkið, því að með því einu móti get- ur þú orðið dýrðar guðs aðnjótandi — þess guðs, sem er kær- leikur — þegar yfir í eílífðina kemur. Og lífið hérna megin er þér ekki ætlað til annars en að þroska ódauðlega sál þína og búa hana undir framhald lífsins bak við dauðans hlið. Ef þú vilt trúa á og taka á móti kærleika föðursins, sem Jesús hefir opinberað oss; ef þú vilt nú þegar verða barnið hans, þá getur þú horft hugrór í móti hinum komandi tíma, hinu nýja ári. Færi það þér gleði og gæfu, greiðist úr vanda þínum, gangi þér vel atvínna þín, ])á veiztu að það eru ásthlýir geislar guðs náðar, sem á þig skina, á þigbarn- ið hans. 1 fallega sálminum, sem vér ætlum að enda guðs- þjónustu vora með í kvöld, standa þessi orð: í sannleik hvav sem sólin skín er sjálfur guð að leila þín. Vissulega vil ég óska þess oss öllum til handa, að árið næsta verði oss sólrikt ár. En mundu þá eftir því, þegar þú sér sólina skina, að þá er guð að leita þin. Láttu sólskinið í náttúrunni, sem oft er svo ónmræðilega fagurt hér á landi, minna þig á náð guðs, vera þér ímynd kærleika hans. En færi árið þér böl og nauðir, sorg og mótlæti, horfðu þá til himins í trú. Mundu þá eftir náð guðs. Gættu þess, að vetrarfroslin og regndagarnir eru eins sjálfsagðir hér hjá oss á sínurn tíma eins og sólskinsdagar sumarsins. Eins getur verið um mótlætið þér til handa. Hinn kærleiksríki faðir sér það, að þrautirnar þroska þig, barnið hans, betur

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.