Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Qupperneq 7
ÍÍÝTT KIRItJUBLAÐ.
3
en nieblætið. Þakkuðu honum ])ví fyrir, að liann veitir ])að,
sem ])ér er betra. Sá sem aldrei tekur fast á, aldrei æfir
kraftana, verður aldrei sterkur. í næstu málsgrein á undan
])ar sem texti minn er tekinn úr Opinberunarbókinni, þar
standa ]>essi orð: „Eg aga og vanda um við ])á, sem ég
elska“. Mótlætið færir oss oft meiri blessun en meðlætið.
En ef vér trúum á kærleika föðurins, þá látum vér ekki
bugast í mótlætinu og það er það sen) á riður. Þá hræð-
umst vér heldur ekki dauðann. Eg trúi því fastlega, að fyrir
hvern sannan lærisvein Jesú sé dauðinn aðeins ávinningur.
Þegar dauðann ber að garði slíks lærisveins, þá stendur mesta
nábin við hurðina og drepur á dyr — mesta náðin, sem hann
enn hefir fengið að reyna. Kæru vinir! Er ekki yndislegt
að geta lilið þann veg á dauðann? Og þann veg geta á-
reiðanlega allir þeir litið á dauðann, sem af hjarta tileinka
sér Jesú trú á kærleikans föður og trúa honum til þess að
eilíft líf taki við bak við gröf og dauða.
Heilsum því árinu nvja í trú á kærleika guðs, og temj-
um oss að vera glaðir, hvað sem að höndum ber. Látum
eilífðartrúna auka l)já oss alvöruna og kenna oss að nota
árið vel, en trúna á kærleikann og alvi/.ku guðs gjöra oss ó-
kvíðna, örugga og glaða, svo að vér getum verið þi'ekmiklir,
])egar á reynir, en auðmjúkir og þakklátir, þegar gæfubyrinu
stendur í segl vor.
„Sjá, ég stend við hurðina og drep á dyr“. Þjóð vor
öll er að kveðja eitt æfiárið sitt í kvöld. Það hefir verið
erfitt ár að sumu leyti, tiðin oft fremur óhagstæð í ýmsum
landshlutum. Og slysin hafa verið óvanalega mörg. Ofviðr-
ið og særinn hafa hrifið frá henni marga sonu þetta ár,
en vér erum svo fáir og megum svo illa við missinum. En
hins vegar hefir áiið verið merkisár í sögu þjóðar vorrar.
Efasamt er, hvort þjóðin hefir nokkru sinni nú á síðari tím-
um vaknað eins til meðvitundar um það, að hún eigi að vera
sjálfstæð þjóð, þótt hún sé lítil þjóð, og að henni sé ætlað
sitt hlutverk meðal þjóðanna. Og slíkur vakningatimi er
blessun fró Drotni Þjóðinni hefir verið óvanalegur gaumur
gefinn út á við á þessu ári- Guð geíi að árið, sepi nú