Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Síða 14

Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Síða 14
10 JSTÝTT EIRKJUBLAÐ______________________ Sé enskur skólasveinn spurður um það, hver kostur sé mestur og beztur hjá meistara, mundi hann sennilega nefna lil réttlœtið, en hjá skólapilt mundi hann telja hugrekk- ið tilkomumest. En auðvitað er það aðallega líkamlega hreystin og dirfskan. Hún á við ])á sagan frá uppvaxtar- árum Nelsons. Hann varð alveg úti á ])ekju þegar talað var við hann um hræðslu, hann vissi alls ekki hvað það var. Ragmenskan er þeim hin mesta andstygð, þ. e. a. s. hin lík- amlega ragmenska. Milton talar um andlegu ragmenskuna, sem brestur kjarkinn til að skerast úr Ieik, þó að rangt horfi, og væri þess að óska að skólasveinar hefðu jafnmikla and- stygð á henni. Nú er það siður í enskum skólum, að nokkrir eldri svein- ar og ])roskaðri eru settir til gæzlu hinum. Þessir umsjón- armenn eru ekki margir, þetta 12—20 þegar í skólanum eru um f>00 sveinar. Til þess eru valdir úrvalspiltar að gáfum og góðum siðum. Þeir hafa ýms hlunnindi, en ætlast er til þess aftur á móti að þeir hafi töluverða ábyrgð á góðri reglu og góðum siðum í skólanum. Þar sem nú ríkir hinn eini rétti og góði skóla-andi að meistari treystir piltum og þeir honum, þá verður þetta umsjónarmanna-starf mjflg svo þýð- ingarmikið og farsælt. Sitt hvað gerist nú altaf í skólum sem miður fer, og meistari veit eigi um það og getur eigi vitað um, og meira að segja er bezt að hann fái alls ekkert um að vita, en umsjónarmennirnir vlta um það, og ef þeir eru svo gerðir að þeir vilji kippa þessu i lag, þá er það miklu auðgerðara fyrir þá en sjálfan skólameistarann, þegar þeir hafa valdið til þess. „Reynsla mín er sú, að þegar hvorirtveggju trúa öðrum vel, meistari og þessir helztu piltar hans, þá þurfi hann ekki að vera hræddur um, að hinar hættulegustu siðferðis-meinsemdir skólanna geti þrifist við hans eigin skóla.“ I síðari kaflanum fer höfundurinn svo að tala um upp- eldið, sem skólasveinar fá við líkamsæfingarnar og leiki sína, og er sá kaflinn ekki ófróðlegri. (Niðurl.)

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.