Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Síða 15
NÝTT KIRKJUBLAÐ.
11
Íollur skemtilestur.
Þegar skrá verður samin yfir íslenzku bækurnar árið
sem leið, verður listinn sá sennilega lengri en nokkru sinni
áður.
Því liefir oft verið spáð, að blöðiu mundu draga svo úr
bókakaupum bjá almenningi, að bókagerð færi hnignandi, en
sú spá rætist eigi. Blöðunum fer sífelt fjölgandi, og bæk-
urnar verða líka ár frá ári fleiri, og alt les fólkið, meira og
minna.
Þetta er áreiðanlegur vottur þess, að lestrarfýsi almenn-
ings fer vaxandi. Þeim fer fjölgandi með hverju ári, sem
eigi geta unað lífinu án þess að eiga tómstundir til lesturs,
sér til fróðleiks og skemtunar, og þeir vilja þá leggja á sig
þau útgjöld sem því er samfara.
Ogn á maður langt til þeirrar þjóðfélagsskipunar, að
allir eigi sæti við búið borð binna andlegu nautna, en ]>að
er hugsjóna-takmark alþýðumentunarinnar. Vér Islendingar
stöndum ]>ó vísast betur að vígi en margar aðrar þjóðir ein-
mitt við ])að, að mentagrundvöllurinn innlendi og þjóðlegi
er einn og hinn sami fyrir alla og jafn-aðgengilegur fyrir alla,
þar sem fornsögurnar eru.
Því er það. að „hér getur ekki átt sér stað æðra mál,
eiginlegt mentuðum mönnurn, sem þó er eítt af þeim ráðum
sem hinn mentaði minni hluti ræður við almúgann með.“
Nógu gaman að minna á það andvarp Bjarna skólameistara.
Oss finst það nú i margra alda fjarska. Og skylt er að
minnast þess oft og með þakkarhuga, að vér allir eigum eitt
„mál“ sanian. og eina uppspreltulindina að ausa úr.
Þakkarvert er það bvað þessi fjársjóður er nú aðgengi-
legur, og í mentunarviðleitni þjóðarinnar verður að nota
bann miklu meir og betur en gert hefir verið. En þjóðin
þarf og vill hafa jafnframt annan le lur sér til menningar og
skemtunar; og það auðvitað l'yrir utan allan hinn marghótt-
aða fróðleik, sem sækja verður í rit nútímans i framsóknar-
baráttunni.
Það varðar ákaflega miklu að þessi nýi og sívaxandi
skemtirita-lestur sé þjóðinni hollur. Hann mótar bugarfar