Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Síða 16
12
NÝTT KIRKJUBLAÐ.
hennar og tungu á svo margan veg til ills og góðs. Ýmsir
liafa líka orðið til þess að gefa því máli gaum og hafa rétti-
lega vandað um það, að hin síðari árin hafa hreiðst út á
meðal almennings skáldsögurit, sem vegna efnis og búnings
ættu alls eigi að vera í húsum hæf.
Nú síðast hefir Benedikt bóndi Bjarnarson i Garði í
Kelduhverfi ritað um það mál í 4. hefti Skírnis 1906, og
Iieitir greinin „Nokkur orð um bókmentir vorar“. Vandlæt-
ingarorð hans stefna fyrst að blöðunum. Þau vilja geðjast
almenningi með þvi að flytja sögur neðanmáls eða í fylgirit-
um, en „mikill meiri hluti er einskisvert rusl og sumt verra
en einskisvert, alveg gersneytt öllum skáldskap og fegurð,
fjarri öllum sálfræðislegum sanni, og það sem verst er af
öllu, þýtt og gefið út, margt af því, á slíku hrogna-
máli, að annað eins getur nálega hvergi í öðrum bókment-
um vorum“. Höf. verður einna skrafdrjúgast um blöðin,
hann er vísast full-harðorður í þeirra garð, óskilið mál eiga
þau auðvitað ekki hjá honum, en ályktarorðin eru þau hjá
honmn, að gullkornin séu hverfandi fá í samanburði við alt
ruslið sem þau hafa flutt.
Höf. minnist svo nokkuð á bækurnar sem hinir og þess-
ir eru farnir að þýða og gefa úf, „skrílbækurnar“, sem hann
nefnir svo. Sennilega hefir honum þó eigi verið til fulls
kunnugt um það, hve mjög það virðist fara í vöxt að rubba
upp slíkum þýðingarskrípum í því trausti að lesgjörn alþýða
kaupi. Oefað stendur tungu vorri og smekkvísi og siðmenn-
ing enn meiri hætta af þeim ófögnuði, en blaðasögunum, þótt
lélegar séu margar hverjar.
Höf. gerir sér von um það, að alþýða manna hér á landi
sé svo vel viti borin og svo upplýst, að útlendar skrilbækur
eigi ekki við hennar hæfi, og hún muni ])ví hrinda þessu af
sér, og ])á sé sjálfíalliii niður slík bókagerð, og víst er um
það, að svo framarlega sem menn hafa nærzt á brjósta-
mjólk fornu bókmentanna vorra þá býður þeimviðþessu and-
lega ómeti, en því miður eru þeir helzt til margir enn, sem
ekki hafa notið þess fósturs. Það má vist eigi gera sér of-
góðar vonir um að þetta lagist af sjálfu sér, það mun rétt að
kannast við hilt, sem höf. segir á öðrum stað, að mikill