Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Page 17
ÍÍÝTT KIRKTUBLAÐ.
lft
hluti þjóðarimiar sé iskyggilega sólginn í þennan bókmenta-
hroða.
En það er alls eigi móg að víta þetta. Það er enda
efasamt hvort það dygði, þótt blöðin væru á vaðbergi til að
vara menn við, þegar flotað er einhverri slíkri reyfara-sögu.
Henni er vísast komið nt i almenning áður en blöðin vita
af því, og sumir kunna að vera svo gerðir, að þeir legðu
blöðunum það út á verri veg, og keyptu að heldur.
Fólk þarf að lesa skemtisögur, ungir og gamlir, og það
eins með fornsögum vorum, þær eru ekki einhlítar. Fái
fólkið ekki annað en rusl, þá kaupir það og les ruslið.
Bezta ráðið til að byggja hinn illa út er að setja gott í stað-
inn. Líkingartalið á þar við, að hinn illi andi hverfur aftur
til síns fyrri bústaðar, haldisl hann tómur eftir útreksturinn.
Það virðist helzt vaka fyrir Skirnishöf. að bæta úr þessu
andlega þjóðarmeini með því að hlynna svo vel að vorum
eigin skáldsagnahöfundum, að þeir geti óskiftir gefið sig að
skáldlist sinni, og þá fái almenningur góð skáldsögurit í stað-
inn fyrir ruslið. Þetta horfir auðvitað rétt, og ég er alveg
samdóma höf um það, að mörg og mikil eru yrkisefnin í
islenzku þjóðlífi fyrrum og nú, og verulega góður skáldsögu-
höfundur er svo þarfur starfsmaður fyrir þjóðmenning vora,
að maklegt er að þjóðin launi honum sitt starf. En slíka
menn getum vér ekki skapað með fjárframlögum; lengra
verður ekki farið en að viðurkenna verklega þann eða þá,
sem sérstaka yfirburði hafa sýnt i þeirri grein. Vér getum
ekki búist við því, að innlendu skáldsagnahöfundarnir fylli
hið tóma rúm; það verður eigi svo mikið að vöxtunum hjá
þeim móts við hina vaxandi lesfýsi almennings.
Ráðið er að félagsskapur komist á milli bókaútgefenda
vorra og nokkurra smekkvisra manna og velkunnandi á tungu
vora til að þýða og gefa út úrvals-skáldsögur útlendar. Vér
höfum fengið fáeinar slíkar sögur og almenningur hefir kunn-
að að meta þær. Nefni eg þar sérstaklega „Quo vadis?u sem er
sannmentandi, göfug og fróðleg saga, og á góðu máli. Og
eins eru „Sögur herlæknisias“ eftir ágætan snilling, og þýð-
ingin fjörug og smellin. Þegar liæfilega mikið kæmi út ár-
lega af slíku sögusafni, væri almenningi vorknnnarlaust að
hafna ruslinu. Eg treysti eigi sjálfsafneitun lestrarfúsar ul-