Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Side 18
NÝTT KIRK.TtJBLA©
14
þýðu að hafna rnslinu, sé lítið annað á boðstólum, en hinu
treysti ég, að hið góða byggi hinu illa út, þegar góða varan
fæst, og ])að jafn-aðgengilega.
Samkeppnin ætti alls ekki að vera hættuleg. Félagsskap-
urinn ætti helzt að ná til allra þeirra manna sem verulega
fást við bókaútgáfur, ef eigi um land alt, þá hér í Reykja-
vík. Nægur kostur er hér manna til að velja sögurnar og
annast þýðinguna svo vel sé, hvort heldur þeir þýða sjálfir
eða koma verkinu niður tijá færum mönnum utanbæjar. Og
samvinna þeirra í sinn hóp og við útgefendur ætti að byggja
fyrir það, að valið á sögunum yrði einhliða.
Hér er um gott verkefni að ræða, sem vel sýnist veragjör-
legt, þarft verk fyrir þjóðmenning vora og tungu. Og þjóð-
in mun kunna þeim þakkir, sem slíkum félagsskap hindast,
og sýna þökkk sína í verkinu.
Þ. B.
íra Siörn Slöndal í Hvammi,
Með símskeyti hefir sú fregn borist að norðan að síra
Björn Blöndal í Hvammi i Laxárdal liafi andast hinn 26. f. m.
Hann varð bráðkvaddur í Víkum á Skaga, og sennilega ver-
ið staddur í embættisferð, og sé rétt greindur dánardagurinn,
mun hann hafa verið i heimleið frá annexiunni. Hann var
aldi-ei vel heilsubraustur maður, og kom það þegar fram á
námsárum hans.
Síra Björn var fæddur á Staðarfelli 3. júlí 1870, var fað-
ir hans þá sýslumaður i Dalasýslu. Hann varð stúdent 1891
og kandidat frá prestaskólanum 1893. Næsta vetur var hann
hjá föður sínum á Kornsá, er andaðist ári síðar, oggafhann
sig þá að kenslu um hríð, og prestvígðist 1896 að Hofi á
Skagaströnd, og 4 árum síðar fékk hann veitingu fyrir
Hvammi í Laxárdal. Hann kvæntist Bergljótu Tómásdóttur,
fósturdóttur Jóns Jóakimssonar á Þverá í Laxárdal í Suður-