Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Page 19

Nýtt kirkjublað - 08.01.1907, Page 19
NÝTT KÍRKJtÍBLAÍ). i5 Þingeyjarsýslu. Hún var ættuð af FljótsdalshéraSi. Hann lætur eftir sig son c. 9 vetra gamlan. Síra Björn heitinn var næstelztur þeirra 6 sona Lárusai sýslumanns Blöndals og frú Kristínar Ásgeirdóttur. Ásgeii læknir á Eyrarbakka er elztur þeirra bræðra. Síra Björn vai söngmaðurgóðurogfjörmaður eins og bann átti kyn til, hinn ástúð legasti í allri kynningu, og einkar vel látinn af öllum. Skyldu rækinn var hann í embættisstörfum og ástsæll söfnuðum sínum lýja ÍGSíamenii ii. aldar. The twentieth century Nem Testa- ment. A translalion into modern english. — London, Horace Mar- shall & Son, */„. Enskulesandi menn hjá oss, og þá eigi sízt guðfræðing- ar, ættu að hafa mikla ánægju af því að kynnast þessari nýju þýðingu, og nýstárlegu að ytra búningi og frágangi. Biblíu- málið er jafnan á eftir tímanum, bibliulesandi fólk amast tíðum við breytingum, þótt til bóta séu. Málið á ensku biblí- unni i nýju og góðu endurskoðuðu þýðingunni er talið 300 ára gamalt, enda eru Englendingar bibb'ufastir menn. Tuttugu valdir menn af ýmsum enskum kirkjudeildum hafa full 10 ár setið yfir því að koma nýja testamentinu á það mál, sem menn nú mæla, öllum auðskilið. Reynt að láta höfundana tala eins og þeir mundu talað hafa við fólk á þessari öld. I söguritunum er efnisgreining við hvert brot inni í textanum framanvert, til mikillar fyrirgreiðslu. Kaíla- skifting er í öllum ritunum eftir aðalefni. Kapítulaskiftingar gætir ekki, þótt þeim tölum sé haldið og versaskiftingunni gömlu úti á rönd. Tilvitnanir úr gamlá testamentinu eru með smáu letri og kemur þá i ljós í prentuninni, hvað stórmikill hluti af tilvitnununum er úr hebreska kveðskapnum; höfundar nýja testamentisins kunnað ljóðin. Niðnrröðun bókanna er önnur en gerist: Markús fremstur, guðspjall hans elzt. Safnaðabréf Páls eru í llokki sér. Þessalonikubréfin þar fremst, elzt. Þá eru hirðabréfin

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.