Nýtt kirkjublað - 24.07.1907, Blaðsíða 4
164
NÝTT KIKRJUBLAÐ.
mörgum mentuðum mönnum kristnum á vorum dögum.
Vér getum ekki verið eins fastir í trúnni og forfeður vorir
voru; þegar vér í bæninni áköllum föður vorn á bimnum,
reki orsakalögmálið sífelt fram milli hans og vor kalda og
dauða ásjónu sína. Þetta ætla ég, að byggist aðallega á
misskilningi. Föðurnum, sem stendur við sjúkrabeð barnsins
síns, sem alt bendir á að eigi skamt eftir og læknarnir bafa
slept allri von um að lækna, verður ekki auðvelt að biðja með
trú um líf barnsins síns. Þetta er fyllilega satt. En það
var það ekki síður á dögum forfeðra vorra en vorum dögum.
Trúin hefir ávalt vevið ekki aðeins hin mesta, heldur einnig
hin erfiðasta íþrótt í lífinu, Það er þessi vantrú, sem vér
allir berum menjar af í blóðinu, sem gægist fram milli guðs
og vor, er vér biðjumst fyrir. Það liefir hún ávalt gjört.
Að þetla andlit, nú fremur en áður, ber drætti orsakalögmáls-
ins, skiftir hér minstu.
Trúið á guð! segir Jesús Kristur. Og liann segir það
ekki með orðum einum. OII persóna hans, alt líf hans hér
á jörðu hrópar svo hárri röddu til mannanna. Hann segir
í raun réttri ekki annað en þetta. Alt lútt leiðir .af því.
En þessi trú hefir ávalt verið veik, bæði fyr og siðar.
Mætti ég benda á nokkuð, sem getur styrkt liana ? Það er
syndar-meðvitundin. Óviðurkend eða ónóglega viðurkend synd
Jiggur eins og þoka milli guðs og vor, aftrar því, að vér
getum biindlað hann í trúnni með þeim krafti og þeirri
djörfung sem með þarf. Vér getum vel tilheyrt guði, ])ótt
bæði syndar-meðvitund vor og friðþægingar-þörf sé mjög óljós
og mjög veik, eins og átti sér stað með lærisveina Jesú sjálfs
meðan hann umgekst hér á jörðu. Vér getum tilheyrt guði
eins fyrir ]iað, ef vér aðeins einlæglega afneitun þeirri synd sem
vér höfum viðurkent í fari voru, — afneitum og trúum. En
vér getum ekki náð nema skamt, meðan svo er ástatt fyrir
oss. Til þess að trú vor geti styrkzt verðum vér að öðlast
fyllri þekkingu á synd vorri, bæði að því er snertir viðtæki
hennar og þungvægi, fyllri þekkingu á því hve voðaleg hún
er, svo að oss verði Ijóst, að hún verður ekki fyrii'gefin án
friðþægingar. Vér verðum að fara hina nýju, lifandi leið til
föðursins, sem sonurinn hefir helgað með blóði sínu. Þá mun