Nýtt kirkjublað - 24.07.1907, Qupperneq 6
166
NÝTT KIRKJUBLAÐ
úrufræðinga ekki síður en aðra. Þeim er einmitt gefið liið
tvíeggjaða, beitta sverð, lnð beittasta sem til er i heimi, til
]>ess að gjöra greinarmun á réttu og röngu, sönnu og ósönnu.
Þeir ættu, að minsta kosti, að vera hér i verki með: að
skera frá og hreinsa burt alt hið ranga og guðlausa í hugs-
unarhætti vorra lima.
Hér dugar ekki neitt trúarlegt valdboð; ]>að mundi
reynast býsna atlvana. Hið eina sem hér dugir er einlæg
visindaleg rannsókn á kristilegum grundvelli, sem er fús til
að viðurkenna yfirsjónir hjá kristnum mönnum ekki siður en
verðleika hjá hinum sem ekki eru það.
Því verkefnið er mikið; að sýna fram á samræmi nátt-
úruvísindanna við alla grundvallarhugsunina í ritningunni og
hertaka einnig ])etta hugsana-svið undir hlýðni við Jesúm
Krist. Og ekki þetta hugsana svið ejtt, lieldur alla mannlega
hugsun, alt mannlegt andans iíf.
„Gjörið Krist að konungi!" Þessi orð hafa oft verið
endurtekið hér ])essa dagana*). Upphaflega var hugsunin sú
að gjöra hann að konungi yfir öllum hinum heiðna heimi,
sem enn þekkir hann ekki. Það er gott. Því næst var þessum
orðum snúið við á ])á leið, að merking þeirra varð: Gjörið
hann að konungi í hjörtum yðar hver og einn. Það er
jafnvel enn betra. Og enn fengu þau merkinguna: Gjörið
hann og að konungi í hjörtum félaga yðar og nánustu ná-
unga. Það er líka vel til fallið þótt rétt sé jafnframt að
minnast hinna gömlu orða: „Gjöristekki margir kennarar!“ En i
þessum oröurn felst ennþá ein hugsun, sem fáum hefir dottið
í hug: Gjörið hann að konungi í heimi hins andlega lífs, i
heimi menningarlífsins. Sá heimur var eilt siun undir hann
lagður. Eg segi ekki, að hann sé nú horfinn frá honum.
En uppreisnarfáninn blaklir þar og honum er á lofti haldið
af sterkum já n)jög sterkum höndum, Þar eru verkefni fyrir
kristna stúdenta, háskólamentaða kristna menn öllum öðrum
fremur. Eg vil benda á mann eins og Georg Brandes, sem
í menningarheimi allra Norðurlanda þjóðanna hefir harist
kröftuglega móti Jesú Kristi og orðið mikið ágengt. Hver
gengur út á móti honum? Og úti í heiminum eru margir
*) Ræða þessi var flutt ú norræua stúdentafundinum í Finnlundi
í fyrra suniar.