Nýtt kirkjublað - 20.08.1907, Page 4
NÝTT KIRKJÚBLAÐ
172
styi-ks frá aðstandendum sínum eða sveitarfélagi og 61 af
462 stúlkum. Má ]>að heita furðu gott, enda ber ]>ess aö
geta, að málleysingjarnir halda vel saman og gera mikið
hverir fyrir aðra. llafa félög þeirra gert mikið til þess að
manna þá, andlega og líkamlega; sérstök málleysingjablöð
eru gefin út, sérstök fyrirlestra- og íþróttafélög eru til fyrir
málleysingja, og margt er annað gert, sem hér yrði oílangt
upp að telja. Gela má þess, að málleysingjafélögin áttu
mestan þátt í þvf, að sérstakri kirkju fyrir málleysingja var
komið upp í Kaupmannahöfn fyrir fáum árum, og er sér-
stakur prestur við þá kirkju, launaður af ríkinu; gerir hann
prestsverk fyrir málleysingja um alla Danmörku, auk þess
sem hann sérstaklega þjónar málleysingjasöfnuðinum í Kaup-
mannahöfn. Þess ber þó að geta, að málleysingjarnir njóta mik-
illar styrktar frá kennurum sínum og öðrum hollvinum, sem
gera mikið tilþessað leiðbeina oglétla undirmeðmálleysingjunum,
eftir að þeii- eru farnir burt af s-kólunum, lyálpa þeim lil að
útvega sér atvinnu og láta sér að öllu leyti ant um þá og
allan þeirra hag.
Það er auðvitað að annað eins og það sem danska rikið
gerir fyrir málleysingjana, koslar mikið fé. Forstöðumenn-
irnir fá að launum 4—5000 kr. auk ókeypis bústaðar og
annara hlunninda; kennararnir hafa 1200-3200 kr. föstlaun
(hœkkandi eftir embœttisaldri), kenslukonurnar 1000—2000
kr. föst laun. Auk þess fá bæði keunarar og kenslukonur
ókeyj>is húsnæði og fæði eða borgun fyrir það. Að meðal-
tali kostar hver málleysingi 900—1000 kr. á ári, og er þó
ekki þar með talin rentan af því fé, sem varið hefir verið
til skólabyggingar, en það fé er geysimikið. Þannig kostar
t. d. skólinn i Nyborg 100 þús. kr.; undirbúningsskólinn í
F'redericia 250 þús. kr. o. s. frv. Má því nærri geta, að
dönskum málleysingjakennurum ldýtur að blöskra, þegar þeir
heyra, að alt það sem ísland gerir fyrir sína málleysingja,
sé að koma þeim fyrir hjá prívatmanni, sem á að annast
þá að öllu leyti fyrir 1-eina-krónu á dag í meðgjöf með
bverjum nemanda!
Eg hefi hér dvalið við málleysingjaskólana dönsku, af
því ég hefi séð þá með eigin augum, en auðvitað standa Danir
ekki hæi'ra i þessu efni, en aðrar siðaðar þjóðir, Eg Iief