Nýtt kirkjublað - 20.08.1907, Blaðsíða 12

Nýtt kirkjublað - 20.08.1907, Blaðsíða 12
180 NÝTT KERKJUBLAÐ. Frcstafundur lólasiifíis. Ár 1907, 3. júlí, var á Sauðárkrók settur fundur i pre.=tafélagi hins forna Hólastiftis og voru þessir mættir á fundinum: Ur Húnavatnsprófastsdæmi: prestarnir Hálfdán Guðjóns- son. og Stefán M. Jónsson. Ur Skagafjarðar])rófastsdæmi: prestarnir Zófónías Hall- dórsson, Árni Björnssoh, Sigfús Jónsson, Pálmi Þórodds- son, Jónmundur Halldórsson og Björn Jónsson. Ur Eyjafjarðarprófastsdæmi; séra Bjarni Þorsteinsson. Við byrjun fundarins var haldin guðsþjónusta í kirkj- unni og steig séra Jónmundur Halldórsson í stólinn og lagði út af Jóh. X„ 11-12. v. - Fundarstjóri var kosinn séra Zófónías Halldórsson og skrifari séra Bjarni Þorsteinsson. 1. Þá gjörði fundarstjóri, sem jafnframt er formaður félagsins, reikningsskil, og horgnðu fundarmenn árstillög sín alls 12 krónur. Fundurinn ákvað, að skora á prófastana, að innheimta útislandandi árstillög hjá prestunum, en frestað var til næsta væntanlegs fundar, að gera ákvarðanir um, hvernig sjóði félagsins skyldi varið. Alt það, er til var i sjóði í fyrra, var þá gefið heilsuleysingja. 2. Þá hélt séra Zófónías Halldórsson fyrirlestur um þær hættur, sem prestinum eru búnar sem presti. Meðal þeii'ra taldi hann þá hættu, að presturinn verði of veraldlega lyntur, að hann verði of áhugalitill í embættinu; að hann vanræki sitt eigið heimili og sina nánustu, en sinni öðrum útí frá meira; að liann verði of háfleygur í ræðum sínum; baráttu milli trúnr og efa í trúarefnum; hæltuna, sem stafar af því. að verk prestsins er misskilið eða vanþakkað; hættuna er stafar af því að hann verði um of liáður einhverjum í söfnuðinum; öfund er stufar af ]jví, að öðrum prestum er hrósað opinberlega; þá hættu, að sækjasl um of eftir hrósi manna o. fl. Gerðu fundarmenn góðan rórn að þessum fyrirlestri hans. og urðu nokkrar umræður um málið. Sner- ust umræðurnar sérstaklega um það, að hve miklu Ieyti prestar ættu að taka að sér veraldleg störf, eða leitast við

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.