Nýtt kirkjublað - 20.08.1907, Blaðsíða 13

Nýtt kirkjublað - 20.08.1907, Blaðsíða 13
ÍSTÝTT KIXRJUBLAÐ. 181 að komast hjá þeim. Voru prestar þeir, er töluSu, á því, að preslar skyldu yfirleitt ekki hliðra sér hjá þeim verald- legum störfum í þarfir mannfélagsins. þar sem þeir álitu, að ]ieir gœtu orðið verulega til gagns og góðs. en skyldu sem mest ldiði'a sér hjá þeim störfurn sem þeir annaðhvort væru ekki vaxnir, eða sem væru of fjarskyld verkahring þeirra, eða þar sem þeir gætu ekki notið sín. 3. Þá var rætt um kirkjumál landsins og lagðar til grundvallar fyrir umræðunum samþyktir frá nýafstöðnum aukahéraðsfundi í Skagafjarðarprófastsdæmi. Þessar ályktanir gjörðar: a. Laun presta séu 1400 — 1300—1800 kr. eftir em- bættisaldri á þann hátt sem frumvarp stjórnarinnar til laga um laun presta gjörir ráð fyrir. jb. Fundurinn telur eðlilegast, að starfsmönnum kirkj- unnar verði greidd hin föstu laun þeirra úr landsjóði eins og annara emhæltismanna, sérstaMega sóknartekj- urnar, sem fundurinn telur bygðar á óeðlilegum og úr- eltum grundvelli, en sjái þing og stjórn sér ekki fært að ganga svo langt að þessu sinni, þá aðhyllist fundurinn stefnu ]iá, sem kemur fram í frumv. stjórnarinnar um þetta efni, sem bráðabirgða fyrirkomulag. c. 1 stað persónulegrar verðleika-uppbótar, sem á- kveðin er í 3. gr. frv., komi ákvæði um, að jafnhárri upphæð sé árlega varið til ferðastyrks fyrir presta til utanfarar í þ’ví skyni að afla sér fullkomnunar í starfi sinu. d. Fundurinn telur það ver farið, að stjórnin hefir ekki séð sér fært að gjöra kirkjuþingsfrumv. milliþinga nefndarinnar að tillögu sinni. e. Fundurinn telur rétt, að söfnuðirnir megi veljaum alla umsækjendur brauða. f. Fundurinn aðhyllist frumv. kirkjumálanefndarinnar um umsjón og fjárhald kirkna að öðru leyti en þvi, að hann telur ákvæði 3. gr. um álagsskyldu presta óeðlileg og ósanngjörn, nema að því leyti, sem fyrning kirkju kann að stafa af vanhij’ðing prestsins. g. Fundurinn álítur að frumv. stjórnarinnar um sam- steypu hrauða gangi lengra en góðu hófi gegni, hvort

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.