Nýtt kirkjublað - 20.08.1907, Síða 14

Nýtt kirkjublað - 20.08.1907, Síða 14
±82 sem litið er á niálið frá sjónarmiði prests eða safnaða. h. Fundinum virðist bersýnilegur misréttur í eftir- launakjörum presta og preslaekkna i samanburði við eftirlaun annara embœttismanna og ekkna þeirra, og má |>ar sérstaklega benda á framfærslu barna dáinna em- bættismanna. í staðinn fyrir „lífsábyrgðarstofnun ríkis- ins“ komi „lífsábyrgðarstofnun, íem stjórnin tekur gilda,“ bæði í frumv. um ellistyrk og í frumv. um skyldu presta til að kaupa ekkjum sínum liféyri. i. Fundurinn lýsir yfir því, að verði frumv. til laga um sölu kirkjujarða samþykt á þinginu, þá nái þau lög einnig lil prestsetranna. 4. Þá liélt séra Bjarni Þorsteinsson fvrirlestur um kirkjusöng og hin helztu ráð til að bæta hann Fanst fundar- mönnum það orð í tíma talað, og óskuðu þess að fyrirlest- urinn kærni á prent sem fyrst, t. d. í Kirkjublaðinu. 5. Þá skýi'ði fundarstjóri, séra Zófónías, frá ])ví. bvað gerst hafði í rnálinu um útgáfu kveldhugvekna, er safnað væri til meðal presta hér norðanlands: Fundurinn ákveður, að halda málinu vakandi og felur væntanlegum formanni félagsins að gera það, sem í hans valdi stendur, til þess að félagsmenn sendi hugvekjur í safn þetta sem fyrst, og að málið komi sem fyrst til framkvæmdar. 6. Séra Björn Jónsson hélt fyrirlestur út af Lúk. XII., 49—51., þar sem frelsarinn segir: „Eg er kominn að senda eld á jörðu“; og einnig þessi orð: „Ætlið þér, að ég sé kominn lil að senda frið á jörðu ? Nei segi ég yður, heldur ósamlyndi“. Fór fyrirlesarinn um það skýrum og rökstudd- um orðum, að kuldinn og kæruleysið, lognið og mollan væri alt of mikið í hinu andlega lífi vor á meðal, Það vantar eld, það vantar stríð, alvarlegt, hógvært, kærleiksríkt strið í alt vort kristilega líf; strið er lögmál lífsins, en kristindóm- urinn er líf og andi; vér megum ekki elska friðinn um of, þvi að hann getur orðið of dýrkeyftur. Margt var vel og skarplega tekið fram í fyrirlestri þessum og spunnust út af honum töluverðar umræður. 7. Þá ílutti séra Zófónías erindi um trúvakningar og um nauðsynina á því, að prestar vinni að því eftir mætti,

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.