Nýtt kirkjublað - 29.02.1908, Qupperneq 5

Nýtt kirkjublað - 29.02.1908, Qupperneq 5
NÝTT KIRKJTJBLAB 45 En þessar málsbætur þýða ekki skapaðan hlut. Þær eyða ekki sinnuleysinu og lítilsvirðingunni á kirkjunni og hennar málefnum. Það þarf heldur ekki svo mjög að verja andlegrar stéttar mennina persónulega. Fyrir 20—30 árum var tiðrætt um drykkjuskap presta, nú er ekki mikið af honum að láta; læknastéttin er lakari. Svo var hiún að minsta kosti norðanlands fyrir fám árum, er eg hafði spurnir af til samanburðar, á ferðalagi þar. Þeir voru þá — satt að segja — altof margir læknarnir milli Horns og Langaness, sem þóttu vandræðaskepnur vegna drykkju- skapar. Nei, það er ekki svo mjög vegna andlegrar stéttar mannanna, eins og eins fyrir sig, að svona er komið fyrir kirkjunni. Þeir geta margir hverjir verið vel metnir menn, þó að málefni þeirra sé að litlu haft. Það er annað og meira sem að er. Rúmið verður meira að ræða um það næst, og þá verð- ur um leið svarað spurningunni, sem sett er hér fyrir ofan. (Niðurl.). Hann var móðurlaus. Dóniarinn sat upp í sætinu sínu, strangur og virðulegur. Niðri á_ gólfinu sat sökudólgurinn, ófrýnn og skuggalegur. Þungar voru sakirnar á honum, rán og ofbeldi, og sannan- irnar voru alveg óhrekjanlegar. Sjálft dómsorðið var enn eigi kveðið upp, en það var engin undankoma fyrir seka manninn; hann Iilaut að sæla margra ára varðháldsvist. „Ris upp“, sagði dómarinn við seka manninn. „Nú kveð eg upp dóminn yfir þér. Átl þú nokkuð enn ósagt þér til varnar?" Bandinginn stóð upp og mælti i hálfum hljóðum. Það var svo sem ekki nein frambærileg vörn, en það var andvarp innun frá hjartanu : „Eg var móðurlaus, þegar eg fyrst man til mín.“ Það varð dauðaþögn í salnum. Dómaranum seinkaði að segja upp dóminn. Tárin komu fram í augun á mörgum.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.