Nýtt kirkjublað - 30.03.1908, Page 1

Nýtt kirkjublað - 30.03.1908, Page 1
NÝTT KIRKJUBLAÐ HALFSMÁNAÐARRIT FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1908. Reykjavik, 30. marz 6. blað geijma sannleikann. Ýmsir halda ]>ví fram, að æSsta hlutverk mannánna sé að geyma sannleikann, varðveita hann svo vandlega, að full- komin vissa sé fyrir, að ekkert af honum glatist. Þetta er bygt á þeirri skoðun, að allur sannleikurinn hafi verið feng- inn mönnum í hendur í einu, og svo hafi mennirnir ekki annað að gjöra en vaka yfir honum og sjá um, að ekkert fari forgörðum. í mesta lagi sé ætlunarverk mannanna i því innifalið, að vefja hann úr umbúðum, reifum, ef svo má að orði komast. En þá' sé vandinn sá, að vefja ekki utan af of miklu í senn, láta heldur liggja í umbúðunum bæði eitt og annað í lengstu lög, því það kynni að verða misskilið og koma sér illa, bæði á einn veg og annan. Ekki skal því neitað, að ýmislegt getur verið rétt í þessu. Fyrst og fremst er að muna eftir því, að sannleikurinn er mannanna helgasti dýrgripur, og með helga dóma er sjálf- sagt að fara með allri varfærni. Lotningin er eitt hið feg- ursta í fari mannanna. Hvergi er lotningin eins sjálfsögð og þar sem sannleikurinn er annarsvegar. En lotuingin getur leitt afvega. Hún leiddi þann aívega, sem batt pundið (mín- una), sem honum var' trúað fyrir, í sveitadúk og fól það í jörðu. Og þegar talað er um að geyma sannleikann, helzt án þess að taka hann úr umbúðunum, ferst mönnunum ná- kvæmlega eins. Það var syndsamleg varasemi. Mjög mikið vafamál er, hvort nokkur maður hefir nokkurntíma leyfi til að þegja yfir nokkru, er hann hefir viðurkent sem sannleik í sálu sinni. svo framarlega sem hann hyggur, að það sé þroska sannleikans i öðrum mannssálum að einhverju leyti til stuðnings.------—

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.