Nýtt kirkjublað - 30.03.1908, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 30.03.1908, Blaðsíða 3
NÝTT KIRKJTJBLAÐ _ 67 einu að standa í stað, eða láta sér fara svo lítiS fram móts við skriðið hjá öörum. Eftir að farið er nú fyrir skemstu að leggja járnbrautir fram og aftur um Landið lielga, er ])að fyrirsjáanlegt, að þjóðin ])ar muni taka meiri stakkaskiftum á tuttugu árum en á tuttugu öldunum liðnu þar á undan. Alþýðumentun vor, með allmiklu og margbreytilegu skóla- lífi, er enn á gelgjuskeiði og ekki gömul, en nú síðan að mikill sœgur af meira og rninna bókmentuðu fólki dreifist um landið, er orðið annað að vera prestur fyrir fólkið en fyrrum. „Það eru ekki nema tveir menn ritfærir hérna í sveit- inni,“ sagði faðir minn við mig, drenghnokkann; og annar sá en sjálfur hann var Einar í Nesi. Hugsum oss öll þau undur andlegrar framleiðslu í land- inu nú orðiö í ræðum og ritum, — að fyrirferðinni til, í bundnu máli og óbundnu —. Hugsum oss alt funda- og félaga-lífið. Sá var tíminn — og enda eigi svo langt undan — að kirkjan var þar mikið til ein um hituna. Og einmitt þetta unga mentafólk á nú áð vera orðið hvað fráhverfast, og það er svo athugavert tímanua tákn. Menn fullyröa, að þeir landshlutar, sem Iengra eru komn- ir á skólamenningarbrautinni, þeir séu orðnir ókirkjulegri en hinir. Um það þori eg ekki beint að segja. En eigi get eg neitað því, að sérstaklega hefir mér fundist sú hugsun all- ofarlega í mörgum mönnum í norður- og austurhluta lands- ins, að sópa mætti nú af sér klerkum og kirkju, og svo ætti helzt að gera, félagsskapurinn sá hafi unnið gagn um sína tíð, en væri nú orðinn aflóa og annar tímabærari tæki við. Og í því eg er að skrifa þetta, berast mér kaflar úr ,,‘veitarblaði“ á Norðurlandi austarlega, harðar árásir á prestastéttina, meðal annars er þar komist svo að orði: „Er nú [með nýju launalögunum] prestastéttin búin að fá góða tryggingu fyrir því, að ekki munu ónytjungar og let- ingjar skólalýðsins kjósa sér annað frekara en komast í þá sveit, þar sem hægt er að liggja i næði, og gapa svo bara við bitunum, sem að eru réttir, en það gerir sóknarnefndin.“ Sveitablöðin ná einmitt hvað bezt „rödd þjóðarinnar“ Uagblöðin, svo nefndu, eru tíðast rödd eins manns, sem leitar

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.