Nýtt kirkjublað - 30.03.1908, Qupperneq 5

Nýtt kirkjublað - 30.03.1908, Qupperneq 5
NÝTT KIRRJTTBLAÐ 69 Ein geislategundin á ef til vill við hvern mann og hverja kynslóð. Hverja af geislum fagnaðarboðskaparins þarf þessi kynslóð? Hverjir eru henni mest evangelíum?“ Svo ritar mér einn áhugasamasti presturinn. Og hvaðan getur kirkjunni komið bótin, nema innan að frá sjálfri henni. Og við hvað á hún fremur að kenna sitt málgagn til þess, en við sjálfa sig? Eitt hugleiðingarbrotið er eftir um það, sem beinast svar- ar þá yfirskriftar-spurningunni. (Niðurl.). „Prækorn11 fluttu nýlega umþráttaða kaflann á ensku og sína þýðing samhliða. Hér fer á eftir þýðing þessa blaðs. Hýtt er nokkuð lengra en Erækorna-sýnishornið, til skilningsauka á skoðun höfundarins: Af öllum orsökum til fráhvarfsins frá kirkjunum er sú orsökin mest, að sannleikur kristindómsins hefir í huga al- mennings runnið saman við kenningar, sem hugsandi mönn- um er ekki unt að aðhyllast, ekki að eins af skynsemisástœð- um, heldur og jafnvel af siðferðislegum ástæðum. Sumar trúarskoðanir, til dærnis að taka, á syndafallinu, ritningar- grundvelli opinberunarinnar, blóðfórnarfriðþægingunni, í hverju hjálpræðið sé fólgið, á hegning syndarinnar, á himnaríki og helvíti, eru ekki að eins villandi, heldur og í ósamræmi við siðferðislegar hugmyndir mannanna. Hver er sá skynsamur maður, er í raun og veru leggi Irúnað á þessar hugmyndir, eins og menn skilja þær og flyfja þær alment, og hvað eiga þær skylt við kristindóminn. Þær samþýðast ekki reynslu lífsins og því síður skýra þær lífið. Þær ríða algerðan bág við vísindalega jannsótnaraðferð, en hugsandi menn nú á dögum leggja ekkert upp úr annari rannsóknaraðferð en þeirri, jafnvel þegar um kristileg efni er að ræða. Afleiðingin er sú, að menn eru farnir að hugsa um trúmál eins og þau séu með öllu laus við hversdagslííið, eins og kirkjudeildir, trúarjátning- ar og bibliulestrasamkomur eigi einar um þau að fjalla, í stað þess, sem þau eru í raun og veru, — samræmisfrumafl

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.