Nýtt kirkjublað - 30.03.1908, Síða 6

Nýtt kirkjublað - 30.03.1908, Síða 6
70 NÝTT KIRKTÍTBLAÐ allra starfsemda vorra. í stuttu máli: kristindómurinn, eins og hann er alment skilinn (eða öllu heldur kristindómur pré- dikunarstólanna og guðfræðisskólanna) skýrir ekki lífið. Afleiðingin er sú, að hinn mikli fjöldi þeirra manna í heiminum, sem mest hugsa og starfa, eru nú teknir að skella við honum skolleyrunum. lustan úr SínaYeldi. Orður og titlar eiga þar svo sem heima eigi síður en hér vestur um. Það skilur hver maður, sem eitthvað kann á kínverska háttu. En það hafa Kínverjar fram yfir oss, að þeir láta metorða-hækkunina lílca koma niður á dauðum mönnum. Konfúsíus spekingur var í heiminn borinn fyrir einum 2500 árum. Hann var stórmetinn eftir að hann var kominn i gröfina, og smáhækkaði í tigninni. Rétt um það Ieyti sem tímabil vort hefst, fékk hann hertoganafnbót. Eftir nokkrar aldir var hann kominn í guða tölu, og að sínu leyti eins og hér hjá oss eru „kommandörar af fyrsta“ og „öðrum flokki“, eins eru í Kína æðri guðir og óæðri, og hver veit hvað flokk- arnir eru margir, og skiljanlega komst Konfúsius ekki hærra um sinn, en að vera guð á óæðri bekk. Það vantar ekki skólana í Kína, ósköpin öll af þeim, og af prófum, alveg fyrirmyndarland í þeim efnum. Og það var sjálfgefið að Konfúsíus spekingur yrði skólaguðinn. Mynda- spjald hefir mint á hann í öllum skólum rikisins, og skóla- sveinar allir áttu eftir settum reglum að veita honum, eða myndinni af honum, lotningu og dýrkun. Nú er það alveg búið að vera. Fyrir skemstu kom út keisarabréf um það, að Konfúsíus væri stórkostlega hækkað- ur í tignarstiganum, keisarinn gerir hann að guði í „fyrsta flokki“. Hann stendur nú jafnhátt og guðirnir Himinn og Jörð. Og þetta verða allir kínverskir þegnar að vita og eftir þvíað breyta, því að nú megaekki aðrir dýrka Konfúsíus en sjálft keisarafólkið, eða kanske bara „himinsonurinn11 einn, sjálfur keisarinn. Guðirnir í „fyrsta llokki“ sinna ekki öðrum mönn- um.

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.