Nýtt kirkjublað - 15.09.1908, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 15.09.1908, Blaðsíða 4
212 NtTT KIRKJUBLAÐ Kappið var alt minna á mannaveiðununi, sem Jesús var að ráða menn til, inér var vel kunnugt um |iað, ])ar í bygð- um og í næstu bygðum. Að minsta kosli töldu sárafáir ])að ómaksins vert, ])ann sunnudaginn, að heyra talað um manna- veiða-guðspjallið. Hver samanburðar-hugsunin rak aðra. Vér sjáum það og vituni það nokkurn veginn til hvers nú er verið að veiða menn í því og því máli. Til hvers var Jesús að ráða menn með sér? Til hvers vildi hann veiða menn? Til guðs ríkis. — Það er svarið. Beinasta og réttasta svarið. Og þó nemur hugurinn eigi staðar við það. Sjálft orðið það vekur svo margar hugsanir. Guðsríkið hefir fengið svo margar myndir í hugum og háttum mannanna á liðnum öld- um. Það á sér enn svo margar og svo gagnólíkar myndir í trúarmeðvitund manna og í verklegum framkvæmdum. Guðsríkið sem Jesús var komin að stofna vilja þeir reisa og rækja, allir í orði kveðnu, svo ólíkir sem þeir eru, kristnir menn um víðan heim, og algerlega gagnstæðir i játning var anna og í ávöxtum verkanna. Guðsríkið sem Jesús var komin til að stofna! Það er einmitt svo óumræðilega stórt verkefni fyrir hvern hugsandi kristinn mann að lifa sig inn í það, hvernig það riki var. III. „Guðsríki er hið innra með yður.“ (Lúk. 17,21). Svo hafa þau orð Jesú hljóðað í eyrum íslenzks safnað- arfólks svo langt sem vitað verður aftur í tímann. Kristnum mönnum eru þau orð eðlilega kær. Þau minna á orðin hjá Páli postula „að guðsríki er ekki matur og drykkur, heldur réttlæti og friður og fögnuður i heilögum anda“. (Rómv. 14,37). Það er einmitt svo indæl hugsun að guðsríkið er ekki fólgið i hinu ytra fyrirkomulagi, hvorki bundiö við kirkjuríki né ríkiskirkju né eitt eða neitt, nema elskandi mannshjarta. Þetta eru hjartfólgin orð, leyndardómsfull orð, trúfrelsis orð. En svo kemur rannsóknar-ihugunin, og telur ])ennan skiln- ing vafasaman, ef eigi rangan:

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.