Nýtt kirkjublað - 15.09.1908, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 15.09.1908, Blaðsíða 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ 213 „Innan yðar er guðsrikið“ væri orðrétta þýðingin, en svo getur enginn mælt: „Yðar á meðal“ er öllu sennilegri þýð- ing en „hið innra með yður.“ Svo hafa beztu þýðingar þýzkar frá síðustu árum, og svo hefir enska þýðingin nýja nti í röndinni, en sú merkingin sem íhaldsfestan setur á hlið við sjálfan textann í þeirri ágætu þýðingu, sem við Oxford er kend, er oftast hin rétta. Tvent ræður þessum skilningi: Annað er það að Jesús er að tala við Faríseana, er beint spurður af þeim, hvenær guðsríki muni koma. Og getur maðuJ■ j)á vel ætlað Jesus ]>að svar, aö guðsn'ki sé inni í sálum þeirra manna? Hilt ræður ])ó fremur að sá skilningur ])róast æ meir hjá kristnum mönnum, að guðsríki Jesú Kri-ts og postula hans hafi einmilt verið svo áþi’eifanlega jarðvistað ríki, þar sem „réttlæti, friður og fögnuður" átti að ríkja — í félagsiifinu hér á jörðu. Hið nýja í brýning og vakning trúarlífsins á vorum tim- um — og auðvitað gamalt þó — er að lifa sig inn í orð og dæmi Jesú Krists, með eiginni heyrn og sjón, óhindraðri af skoðunum og skýringum liðinna. alda. Það er þetta að lieyj-a orð hans eins og þau voru töluð. eins og þai; áttu við þá, áttu við menn og málaefni, i sinni ákveðinni mei'kingu, stað- og stundbundinni. Að fá gullið nýmótað. Ekki slitið og máð úr annara höndum. Guðríkismyndin þarf að fæðast í sjálfum oss, ný og fersk, jafngömul sjálfri kristninni, en ný i sama skilningi oggróður- inn er nýr á hvei'ju sumri. — — Þegar aldir liðu, urðu gjörbreytt lifskjör kristinnar kirkju ]>ess valdandi, að skoðanir hennar og kenningar um ríkið sem Kristur kom til að stofna breyttust eða urðu að minsta kosti einhliða. í stytztu máli mætti svo að orðið kveða, að skift var um leiksviðið, sjálft ríkissetrið. — Það var flutt fj-á jþrðu til himins. Tíðasta nafn guðspjallanna, „ríki himnanna“ gat þar með- al annars orðið villandi, þó að lífskjör kii-kjunnar og saga réði auðvitað meira. Það var þá gleynit eða ekki vitað, aö „himins“-heitið hjá Gyðingum á dögum nýja testamentisins var tíðasta guðsheitið. [Niðurl.]

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.