Nýtt kirkjublað - 15.11.1908, Qupperneq 6

Nýtt kirkjublað - 15.11.1908, Qupperneq 6
262 NÝTT KIRKJTJBLAÐ ............. .... _ matar og |)jómistu heima á Munkaþverár-klaustri, svo lengi sem hún lifði.“ Hún á að hafa kú, sem klaustrið á að ala og geyma sumar og vetur „sem staðarins naut“, hefir hún kálf og nyt undan kúnni. Hún fær og herbergi fyrir sig „fornu baðstofu fyrir framan stóru baðstofu fyrir sitt pró- ventuhús“. Af þessu verður bæði ráðið að Jón þrestur Arason var orðinn efnaður maður, og mikla sonarrækt sýnir hann við móðnr sína aldraða, því að þessi aðbúnaður mun hafa verið óvanalega góður. Enginn vafi getur leikið á þrí að biskupskápan gamla frá Hólum, sem geymd er á Forngripasafninu, er fengin sunn- an úr löndum í biskupstíð Jóns. Ólafur Tómasson, sem áönr var nefndur, kveður um dýrgripina þrjá, sem Jón gaf til Hóla: Það var gullkaleikurinn „með gæzku smiðið dýra,“ er stóð níu merkur, sem Danskir tóku og fluttu burt 1551. Þá var það bríkin berlega, „flúruð öll með fagra list“, altaristaflan þjóðkunna, sem enn er á Ilólum. Loks er það kápan. Um hana kveður Olafur svo: Skinandi var skrúðinn einn, sem skenkti hann heim til Ilóla, með flugeli’ allur fagur og hreinn, flúraður í þeim skóla sem langt i löndin er; aldrei borið hefir annað slikt enn fyrir sjónir mér, veit eg fátt svo fólkið ríkt að finni’ hans líkan hér. Forngripavörður Matthias Þórðarson ætlar sér að fá myndir af kápunni og lýsa henni nákvæmlega í riti. Dýrð- lingamyndirnar á henni eru óviðjafnanlega fagrar. Baldýring- in hefir lialdið sér ótrúlega vel. Mest hefir slitnað um axl- irnar. Þar eru greinilega bætur, hafa tvær dýrðlingamyndir gullsaumaðar, kliptar neðan af stólu-bandi eða handlíni, verið festar á, þar sem mest er trosnuð baldýringin. Myndirnar þær lítið stærri — eylitið lengri — en blöð í spilum. Stólan og handlínið leggjast niður rneð siðbót, og fara forgörðum, en kórkápan er áfratn notuð, sem biskupshökull, og varðveitist því. Onnur þessi áaukna mynd er af Þorláki, nóg eftir af

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.