Nýtt kirkjublað - 01.12.1908, Blaðsíða 1

Nýtt kirkjublað - 01.12.1908, Blaðsíða 1
NYTT KlRKJUBLAÐ HALFSMÁNAÐAKRIT FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1908. Reykjavik, 1. desember Sraftaverk. 23. blað [Niðurl.] Fyrra atriðið, sem ég vildi benda á, er sálarlíf manns- ins. Sáiarlíf mannsins er vafalaust sá hluti tilverunnar, sem enn má heita ókunnastur, en ])að er jafnframt sá hluti liennar, sem mest er starfað að rannsóknum á einmitt á vorum dögum. Og fyrir pað er sízt að synja, að þar hafa í Ijós verið leiddir margir undarlegir hlutir, sem kynslóðir eldri tíma heíir naumast dreymt um; og þar hafa verið gjörðar upp- götvanir, sem eru oft og einatt margfalt undursamlegri en þær uppgötvanir innan véhanda hlutaheimsins, sem vér í seinni tíð höfum heyrt svo mikið um talað, en fyrir 100 árum hefðu taldar verið með öllu ómögulegar. Vér dáumst að því, og það með réttu, að menn skuli gela talast við yfir margra rnílna svæði eftir málmþræði — og nú jafnvel þráðarlaust. En hvað er það þó í samanhurði við hitt: ef sannað yrði, að maður geti án allra ytri tilfæringa Iiaft áhrif á huga annars manns, er dvelur í margra mílna fjarlægð, og birt honum hugs- anir sínar og óskir? Þessi merkilega nýung er að vísu ekki fullkomlega sönnuð enn þá, en margt virðist á það benda, að ekki eigi það langt í land, að fullar og órækar sannanir fáist. — Vér heyrum utan úr heimi fregnir um ó- vanalegar lækningar — lækningar fyrir bæn eina og handayfir- leggingu, þar sem ekki er annað heimtað af sjúklingnum en að hann trúi, að sér verði hjálpað. Vitanlega er ekki öllu trúandi sem fréttist um slíkar lækningar, en að slikar lækn- ingar hafi átt sér stað, því verður ekki lengur neitað, — til þess eru sannanirnar of sterkar. En hvílíku ljósi er með þessu brugðið upp yfir ýmsar af kraftaverkasögum nýjá testament-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.