Nýtt kirkjublað - 01.03.1909, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 01.03.1909, Blaðsíða 3
ét tökum á störfum símim, skylduverkum sinum. Hann verður að setjast fyrir aðgjörðalaus í rnyrkrinu með döprum liuga, mörgum áhyggjum og fáum vonum. Svona i’aunalegt er það, ef maðurinn missir sjónina. En enginn skyldi ætla, að með þessn. sem nú hefir sagt verið, sé fullskýrð hugsunin í ritningarorðunum, er ég las i upphafi. Aðalhugsun þeirra á sér dýpri rætur. Þau benda á blindi og myrkur, sem miklu er hættulegra og hræðilegra en það, sem nefnt hefir verið. Það er ljóst af síðustu máls- greininni, þessum orðum : „Gœt því þess, að Ijósið, sem í þér er, sé ekhi myrkur. — Með þessum orðum er bent til þess, að einnig inn á við, einnig í sálarlífi mannsins geti verið að ræða bæði um Ijós og myrkur. Guð hefir gefið öllum mönnum, sem heilvita eru nefndir, Ijós í sálir þeirra. Vér kennum þetta innra ljós við margt. Vór tölum t. d. um ljós skynseminnar, sannfæringarinnar, sannleikans, samvizkunnar, trúarinnar, vonarinnar og kærleik- ans. Þetta innra ljós, þessi innri sjón er manninum af guði gefin alveg eins og sjónin út á við. Það er hverjum manni hin mesta nauðsyn, að þetta innra Ijós sé ódeprað. Ef svo er, þá er maðurinn svo miklu örugg- ari og ódeigari að keppa að, og svo miklu færari til að kom- ast að því takmarki, sern hann telur æskilegt að ná. Þá beit- ir hann kröftum sinum með fullu fylgi og óhikað. En depr- ist þetta innra ljós, ef „Ijósið, sem í þér er“ verður myrkur, þá fálmar þú þig áfram eða kemst ekkert áfram, þar sem þú gekst áður öruggur og hiklaust. Margur lítur, ef til vill, svo á, að hér sé um enga hættu að ræða, að það sé ekki iiætt við því, að það deprist Ijósið, sem guð hefir kveikt i sálum vorum. — En það væri fávís- legt að treysta því og vera svo athugalaus og varúðarlaus. Jesús hefði ekki verið að vara mennina við þessu, ef um enga hættu væri að ræða. Hann gaf aldrei ónytju-aðvai'anir. Það eitt er næg sönnun þess, að hér sé um hættu að ræða. Auk þess eru dæmin mörg og ljós, sem sanna það, að hætt- an er mikil og margvisleg, að Ijósið, sem i þér er, verði myrkur. Það getur auðveldlega farið syo, og ]>að hcfir farið svo fyrir mörgum manni, að ljósið, sem í honum var, hefir orðið myrkur. Margur maður heíir gengið að lifsstarfi sínu NYTT KIRKJUBLAÐ

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.