Nýtt kirkjublað - 01.03.1909, Blaðsíða 13

Nýtt kirkjublað - 01.03.1909, Blaðsíða 13
NÝTT KIEKJÚBLAÐ 81 köldum höndum, ræð ég af þvi, ab ég þykist eigi annarstað- ar liafa fundið meira vantrausl en hjá honum til meðbræðr- anna. Maðurinn var merkilega einrænn, og undrum sætti hve langt hann lifði frá öllu mannlegu félagi, þó hann ælti heima mitt i þéttbygðri sveit. Markið var þetta: Ekki að sækja neilt til neins, livað sem á gengur. Það var því langt frá að Jón heitinn ætti hér vinsældum að fagna. Margt var samt gott um manninn, góðar taugar, heimilis- umhyggja og fl. Afkoman var skiljanlega erfið; fjölskyldan stór. Hann farinn að lieilsu um niargt ór. Þegar hann deyr, eru börnin 12, og eitt af þeim fermt. Það var strax brugðið við að reyna að útvega ekkjunni vetrarmann, en það var enginn maður til í öllum firðinum, sem treysti sér til að ganga í spor Jóns, þó hægt væri að bjóða sæmilegt kaup, því að efni voru þó til þess dálítil. Á fundi sveitarmanna er svo talað uni þessi vandræði. Og niðurstaðan verður þá sú, að 8 börnin eru tekin sem fósturbörn, endurgjaldslaust, um óákveðinn tíma. Móðirin gat sjálf annast yngsta barnið, fermda stúlkan komst í vist, og börnin tvö, sem þá eru ótalin, eru í vetrardvöl, annað hjá ættingja konuunar. Þess er vert að geta að aðalhvatamaður þessa var fá- tækur útvegsbóndi með 6 börn í ómegð, og hann tók eitt barnið sjálfur. „Úrvals-fólkið.11 Vigfús Árnason Eiríkssonar, frá Hjálmholti í Flóa, var bórðursonur Jón konferenzráðs Eirikssonar. Vigfús sá nefndi sig Erichsen og er kunnastur frá viðureign sinni við Magn- ús gamla í Viðey hin efstu ár Magnúsar. Vigfús lifði fram undir miðja síðustu öld við skrifstofuvinnu erlendis, og var Páll Melsteð honum kunnugur í Höfn og sagði Vigfús honum ýmsar sögur frá námsvistinni þar í byrjun aldarinnar, er enn voru Norðmenn við háskólann i Höfn, áður en norski há- skólinn var stofnaður 1811: Blóðið rann til skyldunnar hjá Islendingum og Norðmönn- um, og héldu þeir saman við háskólann, en jafnframt urðu þeir

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.