Nýtt kirkjublað - 01.03.1909, Page 4
NÝTT KIRÍLTtJBLAÖ
ÍS2
eða einhverju ákveðnu starfi, sem mikils er um vert, með ó-
depruðu Ijósi sannleikans og sannfæringarinnar, samvizkunn-
ar og kærleikans í sálu sinni. Við birtnna af þessu Ijósi
hefir hann ætlað sér að leysa af hendi ýms störf, góð og þarf-
leg. En ljósið í honum depraðist; innri sjónin sljóvgaðist;
hann sat eftir með myrkrið í sér. Svona hefir það oft geng-
ið í heiminum, og svona mun það, því miður, oft ganga.
Þess vegna er full þörf varúðar og aðgæzlu.
Það er margt sem getur orðið auganu og sjóninni út á
við, að grandi. Allir vilja sneiða hjá því, forðast myrkrið,
sem leiðir af því. En ekki er það færra sem getur glapið
Ijósið, sem í oss er. Sumt af því, sem þeirri hættu veldur,
á beinlinis upptök sín hjá manninum sjálfum t. d. eigingirnin.
Sumt af því á aftur á móti rót sína að rekja til annara.
Maðurinn verður fyrir ofmiklum skaðleguin áhrifum frá öðr-
um; lætur þá fá svo mikið vald yfir sjálfum sér, að hann
hættir að fara eftir leiðbeiningu ljóssins, sem í honum er,
sem guð hefir getið honum og ætlazt til, að væri leiðarljósið
hans, en fer nú nálega að öllu leyti eftir vilja eða bendingu
annara. Maðurinn er þá orðinn viljalítið og stefnulaust á-
hald í höndum annara. — Hvað er að segja um ljósið, sem í
manninum er, þegar svona er komið, ljós sannleikans og sann-
færingarinnar, iamvizkunnar og kærleikans? — Það er slokkn-
að, horfið. — I stað þess hefir þá sezt að í manninum þoka
sannfæringarleysisins, myrkur og kuldi samvizkuleysis og kær-
leiksleysis. Þá blasir við oss hin raunalega mynd, sem
Jesús hefir dregið upp með orðum sínum, oss til viðvörunar,
er hann sagði: „Ef Ijósið, sem í þér er, er myrkur, hve
mikið verður þá myrkrið!" (Matt. 6, 23.). Líklegt er það, að
enginn heilvita maður vilji skilja eftir slíka mynd af sér. En
viljir þú það ekki, þá gættu þess vel, að gleyma ekki þessum
viðvörunarorðum Jesú: „Gæt þvi þess, að Ijósið, sem i þér
er, sé ekki myrkur“. Þú verður þá að standa trúlega á verði
og hrinda frá þér öllu því, sem vill breyta Ijósinu, sem í þér
er, í myrkur, hvort sem það á upptök sín hjá sjálfum þér,
svo sem eigingjarnar hvatir þínar, eða hjá öðrum, sem sækj.
ast eftir að fá vald yfir vilja þínum og sannfæringu.
Þetta, sem sagt hefir verið, vona ég, að oss komi öllum
saman um, að sé þess vert, að hver einasti maður, sem kom-