Nýtt kirkjublað - 01.03.1909, Qupperneq 6

Nýtt kirkjublað - 01.03.1909, Qupperneq 6
54 NÝTT KIRKJUBLAÐ ant um að leita sér lœkninga, ef hún deprast; og enn hyggi- legar þykir sá fara að, sem leitar sér ráða til að varðveita hana meðan hún er heilhrigð. Eru nú nokkur tök á því að fara likt að, þegar um ]>að er að ræða að gæta þessarar áminningar Jesú: Gæt Jiess, að Ijósið, sem í þér er, sé ekki myrkur? Er til uokkurs að flýja, er geti þá læknað oss eða leiðbeint oss? — Já ; vér eigum ávalt hann að, sem sagði; „Eg er ljós heimsins, hver sem fvlgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur liafa Ijós lífsins.“ — Frelsari vor Jesús Kristur er læknirinn. Til hans eigum vér að leita. Hann hjálpar oss vissulega til að varð- veita Ijósið, sem í oss er, en verja-t myrkrinu. Ráðið hans er þetta, að vér fylgjum honum, hugfestum orð hans og boð og breytum eftir þeim. Þegai' eigingjarnar hvatir sækja að þér og vilja blinda Jiig, Jiá líttu til Jesú, sem lét lífið fyrir oss hræður sina, oss til friðþægingar og hlessunar. — Ef aðrir menn ætla að beita þig ofríki, til Jiess að fá þig til að víkja af götu sannleikaus eða réttlætisins, þá líttu til Jesú, sem sagði: „Til þess er eg fæddur og lil þess kom eg í heiminn, að eg skuli vitna um sannleikann.“ Og hann vitnaði um sannleikann lil siðustu stundar lífs síns, þó að hann yrði að láta líf sitt Jiess vegna. Hvar sem vér sjáum hann, þí er alstaðar og ávalt svona bjart Ijós sannleikans og sannfæringaritinar og kærleikans i honum. Stattu því hjá bonum og bið Jjú hann að lýsa þér, þá verður ljósið, sem í þér er, aldrei myrkur. Ef andi mannsins er upplýstur og vermdur af kærleika til guðs, kærleika til sannleikans og kærleika til föðurlands- ins, þá er maðurinn einbeittur og Jiolgóður og sigursæll í framsókninni til Itins sanna og góða. Ef hver einstakur þing- maður lætur sér um það Itugað, að slíkt ljós og slíkur ylur sé í honum, þá er fremur þess að vænta, að alþingi sé sem heilskygnt auga þjóðarinnar, er líti eftir því, að alt, sem þar er unnið, það sé unnið til gagns og blessunar föðurlandinu. Alþing þuð, er nú hefst, er hið fyrsta vetrarþing. Þing- setningin er flutt frá hinum ljósríkasta tíma. órsins, til þess tíma, sem nálega er liinn Ijóssnauðasti. Það er ílutt frá hlýjasta tímanum til hins kaldasta. — En þótt það sé vetrar- þing, þá vonum vér, að engir hræðilegir skammdegisskuggar

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.