Nýtt kirkjublað - 01.03.1909, Page 11
NYTT KIRKJUBLAÐ 59
Steinkirkjurnar sem fyrir eru mega ekki fæla menn.
Flestar eru })ær með fúa-skellurnar um sjálfan höfuðdag, drekka
í sig alt vatn úr jörðu og lofti. Það tekur svona öld og aldir
að komast á lagið.
Lögin um innheimtu og meðferð á kirknafé er einhver
hin hezt hugsuðu og gagnlegustu af allri vorri kirkjulegu lög-
gjöf um síðosta aldarfjórðung. Hinn alm. Kirkjusjóður á að
tryggja geymslu fjárins, lögin mæla svo fyrir að féð skuli á-
vaxta eftir sömu reglu og landssjóðsfé, og í annan stað á
sjóðurinn að endurfeisa og umskapa kirkjur landsins. Það
getur sjóðurinn gert á einum mannsaldri, hafi hann það fé
sem honum ber. Nú verður ýmist að neita lánum alveg eða
draga úr þeim að stórum mun, sein er svo tilfinnanlegt })eg-
ar söfnuðunum vex hugur og dugur að ganga vel frá kirkj-
um sínum, og mönnum er farin að skiljast hagsýnin í því að
leggja meira fram í upphafi, til tryggrar og varanlegrar eign-
ar. Og eins og nú á stendur hlaupa söfnuðir ekki í hagstæð
lán fyrir utan Kirkjusjóðinn.
Söfnuðir og sóknarnefndir verða að líta á }>að, hve stór-
mikla almenna þýðingu það heíir að Kirkjusjóðs-lögunum sé
hlýtt, og því er þessi skeröing á yfiri'áðarétti hvers einstaks
safnaðar á kirkjufénu svo eðlileg og réttmæt. Miklu verulegri
félagsgæði korna þai' aftur á móti, og hver söfnuður heldur
óskertum rétti til að verja fénu eftir vild sinni, til unibóta
kirkjunni Bandið er ekki annað en þetlá, að meðan kirkjan
þarf eigi sjálf á fé sínu að halda, þá sé það í veltu lil að
reisa við og bæta aðrar kirkjur í landinu.
Og þá má heldur eigi gera lilið úr tryggingunni i Kirkju-
sjóðnum. Alloft mun svo á standa, þegar kirkjufé er haldið
í lánum innansveitár, að veðin inundu eigi vera fullgild við
opinbera sjóði, og |iví miður trygg, og sumstaðar er þetta
fé, sem lögum samkvæmt er áfallið til innborgunar í sjóðinn,
alveg, tryggingarlaust.
I landi með þeim voða-ódæmum. að fjórðungur ef eigi
þriðjungur þjóðareignar allrar er skuld við útlönd, verður að
hafa góða gát á skuldastöðum. Með peninga-ástandinu sem
nú er í landinu er ábyrgðarhluti þeirra einmitt svo mikill,
sem gæta eiga þess að hlýtt sé tögunum um innheimtu og
meðferð á kirknafé.