Nýtt kirkjublað - 01.03.1909, Side 14
NÝTT KIRKJXÍBLAtí
oft saupsáttir og lentu í ryskingum, og |tað enda inni í kenslu-
stofum. Einu sinni sótti Abraham Kall, sem um 40 ár var
sögukennari við háskólann, svo að stúdentum að tveir lógu í
óílogum á gólíinu.
Ekki að }>ví að spyrja, að annað var Norðmaður en hinn
Islendingur.
„Og lslendingurinn var ofan á“, kölluðu einhverjir.
„Það er ekki nema eðlilegl“, sagði Kall „Það var úr-
valsfólkið sem fór til íslands“.
Vigfús jiessi var svo minnugur, segir Jón Espólín, „að
hann vissi hvern embættismann í Danakonungsrlki, og hvers
aldur og lærdómsár, og ætt og uppruna allan.“ — Það eru
tveir íslenzkir prestar, sem Ieika hið sama nú, og liafa þó
ekki setið árum saman við að gefa út embættismannatal eins
og Vigfús. Það eru þeir bræðurnir séra Brynjólfur og Pétur
Jónssynir háyfirdómara. Lítið þykir varið í þann fróðleik nú,
en af sömu rót er hann runninn og „ættvísin og mannfræð-
in“ til forna, sem við eigum að þakka sögurnar okkar.
Mesta óvit.
Hugvitsmaðurinn mikli sænski Jolm Ericsson er árið 1836
búinn að ganga fró skrúfunni rétt eins og eimskip hafa bana
nú. Hann fékk einkaleyfi á Englandi það ár, og bjó úl bát
með skrúfu, sem fór fulla nn'lu um stundina með stórt kaup-
far í eftirdragi, og miklu hraðar einn sér. Nefnd manna þar
í landi átti að dæma um þessa nýjung, og í nefndinni sátu
úrvals-aflfræðingar og mestu hugvits-meistarar, og þeir urðu á
það sáttir og sammála eftir rækilega rannsókn, að þessi nýja
aðferð að hrinda skipi svona áfram væri eftir eðli sínu mesta
óvit og aftan að siðunum, það lægi svo í augum uppi livað
þetta væri gersamlega gagnslaust, og engum heilvita manni
mundi nokkru sinni til hugar koma að smíða skip með slík-
um útbúnaði.
John Ericsson hröklaðist til Ameríku, og þar fékst nokkr-
um árum síðar verkleg reynsla sem dugði. En spekiugarnir
ensku voru eftir sem áður spekingar.
Alt landið i voða.
Fyrsli akbraularstúfurinn á alfaravegi er lagður milli Svína-