Nýtt kirkjublað - 01.03.1910, Qupperneq 3
NÝTT KIRKJtjBLAB
61
leik hans hefi ég átt bágt með að umbera. Og þó ég hafi
að ýmsu leyti verið enu breyskari enn hann, þá hefir mér
ekki þótt nein vorkunn fyrir hann að umbera hvað sem var
frá minni hálfu. Með öðrum orðum; Eg hefi elskað sjálf-
an mig langtum meir enn náungann! — Jesús hefir aldrei
mist sjónar á köllun sinni: að ejla guðs dýrð og velferð
mannanna. Hann neytti matar og drykkjar til að viðhalda
lifi og kröftum, því hann vildi lifa til að gegna köllun sinni.
Og þegar faðirinn vildi að hann léti lífið fyrir hana, þá sagði
hann í auðmýkt hjartans: „Verði þinn vilji enn ekhi minn!11.
Mín köllun var hin sama og köllun Jesú, aðeins á lœgra stigi.
En ég hefi aldrei gert mér ljósa grein fyrir henni. I þess
stað hefi ég gjört það að köllun minni, að þjóna sjálfurn
rnér. Til þess hefi ég viljað lifa; til þess hefi ég neitt mat-
ar og drykkjar og annara gæða lífsins, aflað mér þæginda,
orðstírs og fjármuna. En öðrum liefi ég því að eins unt að
atla sér þeirra, að það drægi ekkert frá mér. — Jesús hefir
af kærleika lagt lífið í sölurnar fyrir velferð mannanna. En
ég hefi viljað leggja sem allra minst, og helzt alls ekkert, í
sölurnar fyrir aðra. Ég hefi glaðst við þá hugsun að Jesús
hafi liðið saklaus fyrir mig sekan. En var sú gleði ekki
sprottin af því, að ég elskaði sjálfan mig meir enn hann?
Það er ekki til neins fyrir mig að neita því. Ég skal taka
dæmi úr daglegu lífi til samanburðar; Ábyrgðarmaður minn
borgar skuld nhna og stendur slyppur eftir. Get eg glaðst
af því, að sleppa þannig, ef ég elska hann eins og sjálfan
mig? Það gceti ég ekki. Gleðin yfir því, að njóta góðs.af
guði eða mönnum án þess, að láta neitt á móti koma, hún
er ávalt sprottin af eigingirni. Ég get ekki dulist þess, að
það, sem hingaö til hefir ráðið mestu hjá mér, hefir verið
eigingirni min. Að vísu hefi ég þózt vanda dagfar mitt;
en hvötin til þess hefir ekki verið kærleikur til guðs eða
manna, heldur von um hag fyrir sjálfan mig í þessu eða
öðru lífi. Þessi er mismunurinn á þeim tveim blaðsíðum bók-
arinnar, sem Jesús lætur mig bera saman, að hans megin
er engin eigingirni, ekki einu sinni sjálfsumlvyggja nema
i kœrleikans þjónustu; en mín megin er eintóm eigingirni
og enginn kœrleikur nema í hennar þjónustu.
Mér blöskrar samanburðurimi. Ég hafði aldrei áður