Nýtt kirkjublað - 01.03.1910, Qupperneq 14
62 NÝTT KIRKJUBLAÐ
ujtp hurðinni og gengur inn gólíið gegnvotur, svo vatn
streymdi úr föturn hans, og þegar hann kom að rúminu, sletti
hann blautum sjóvetling framan í andlitið á rnér, við það gat
ég vaknað en var ákaflega hrædd“ —
Heimafólkið hlustaði á þennan draum og mundi hann
mörgum árum síðar. —
JNálægt 2 klukkutímum eftir að ÁHa Þóra hafði sagt
draum sinn, var barið að dyrum og ég fór til dyra. Maður
sá er kominn var, átti heima á Svalbarðsströnd, og hafði far-
ið þaðan yfir Vaðlaheiði um morguninn. Eg spyr hann tíðinda
en hann svarar því, að sorglegt slys hafi skeð kvöldið áður.
Laust fyrir dagsetur hafi 4 menn á bát komið innan af Akur-
eyri, og ætlað að lenda á Svalbarðseyri en þá hafi verið
komið brim svo bátnum hvolfdi, og allir 4 mennirnir drukn-
að. Ég spurði hverjir það hefðu verið, hann nefndi 3 bænd-
ur' af Svalbarðsströnd, og þarafeinn Sturlu Erlendsson. —
Mér brá við fréttina og fór síðar að hugsa um það, hvort
nokkurt samband gæti verið á einhvern hátt milli þess, að
Sturla druknar laust fyrir dagsetur vestan við Vaðlaheiði, en
á likum tíma mætir mér maður eða svipur austur í Fnjóskadal
sem var líkur Sturlu að stærð og klæðaburði, og hann verð-
ur mér samferða úr ldukkustund og ég var að tala við
hann. En svo um nóttina dreymir Ástu Þóru áður sagðan
draum.
Ef svo væri að eitthvert samband væri milli þessara við-
búrða, þá er ef til vill einhver taug eða tildrög til þess það,
að á unglingsárum okkar Surlu vorum við 2 ár saman leik-
bræður, og þegar hann fór að búa og basla, hjálpaði ég hon-
um stundum dálítið, svo honum var vel til mín. Og á yngri
árum leizt Sturlu vel á Ástu Þóru, þólt ekki giftust þau. —
Það var langt frá því að mér dytti Slurla í hug um
kvöldið, þegar ég var á íerðinni, svo ekki gat sú sjón sem ég
sá framleiðst af ímyndun, og sama sagði Ásta Þóra mér. —
En þó get ég búist við að margir álíti að það sem ég
eá, hafi verið missýning eða ímyndan; en því þverneita ég.
En\ — Hvað var það þá?
Tryggvi Gunnarsson.