Nýtt kirkjublað - 01.03.1910, Síða 10

Nýtt kirkjublað - 01.03.1910, Síða 10
58 NÝTT KIRKJUBLAÐ Meðhjálparinn fór aö skrýða preslinn. Rykkilínið leit út eins og |jví hefði verið troðið ofan í poka, og í hökulinn voru komin brot, bæði þvert og endilangt, í niiðjan gylta krossinn, Enginn seni hefir meðal-sómatilfinningu hefði látið sjá sig í svona útlítandi fötum, en prestur var víst vanur við ]iað, og lét sér því ekki bregða. Hvað á annars þessi „skrúði" að þýða? Eg sé ekki betnr en að presfarnir ættu að komast af meö hempuna og kragann, til ])ess að þekkjast frá alþýðunni. Sumt fleira virðist mér vera úrelt í lútersku guðsþjónustuni svo sem tónið. Ég get ekki minzt þess, að ég hafi nokkurn tíma enzt til að fylgjast með í hænum sem tónaðar eru fyrir altarinu, og svo mun vera fyrir fleirum. Þær bænir er þó prestinum vafalaust ekki ætlað einum að biðja, heldur og öll- um söfnuðinum. . . Flestir munu heldur kjósa að heyra lesið en tónað. Til eru þeir prestar, sem sönn ánægja er að hlusta á tóna, en réttara væri þó fyrir þá að syngja sálm, einsöng, íyrir söfnuðinn, séu þeir því vaxnir. Það er mikið talað um, að fólk sé nú ekki eins kirkju- rækið og það liafi áður verið. Skyldi ein ástæðan fyrir því ekki vera sú, að menn eru orðnir leiðir á þessum gönila úr- eltu siðum? Hvergi eru kirkjur eins vel sóttar einsog á Skot- landi, og livergi eru óbrotnari kirkjusiðir. Oskandi væri að prestastétlin vildi taka mál þetta til íhugunar á næsta prestafundi. Ég sé enga ástæðu til að við getum ekki tekið okkur þar aðrar þjóðir til fyrirmyndar en Dani. * * * Þetta hefir úður komið „til íhugunar11. Yfirleitt munu söfnuðir vilja halda í tónið, þótt fátækt sé ú stundum. Líkt er með skruðann. Þess- ir vanabundnu helgisiðir eiga sína sögu, og eiga lengi ítök í súlunum. Konuaugað sér misfellur ú hirðingu skrúðans. Ug þegar lconurnar fara nú uð sitja í sóknarnefndum, fara þær að hafa auga með því, að þessi guroli gjaldaliður allru kirknu, „skrúðaþvotturinn“, skíni í hvitu líni. íí ö k k u r s ö q u r. 1. Eg ætla að byrja þessa litlu sögu með því að geta þess, að ég hefi ekki verið og ætla mér ekki að verða andatrúar-

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.